
Hálft prósent
Niðurstaða starfshópsins staðfestir nákvæmlega það að samlegðaráhrif eru yfirleitt meiri í orði en á borði. Af þessum sökum sá undirrituð, sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í hópnum, sig tilneydda til að sitja hjá við afgreiðslu skýrslunnar. Þegar öllu er til tjaldað ætlar vinnuhópurinn að sameiningar skóla sem lagðar eru til lækki heildarútgjöld leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila ekki nema um hálft prósent þegar hún er komin fram að fullu árið 2014. Slík hagræðing réttlætir engan veginn það rask og óróa sem óumflýjanlegt er í skólum og frístundaheimilum borgarinnar í kjölfarið.
Í dag anda einhverjir foreldrar og starfsmenn léttar og fagna að óvissutímabili sé lokið en aðrir horfa fram á breytingar og óvissutímabil. Foreldrar upplifðu starf hópsins sem ógegnsætt og þeim fannst, skiljanlega, sem ekkert samráð hefði verið haft við þá í vinnu starfshópsins. Það er vonandi að meirihlutanum í Reykjavík gangi betur í þeirri vinnu sem nú fer í hönd í að framfylgja þeim breytingum sem lagt er upp með í tillögum þeirra. Þá verður nauðsynlegt að foreldrar fái mun meiri aðkomu að upplýsingum, bæði faglegum og fjárhagslegum, auk þess sem tekið verði tillit til þeirra athugasemda sem fram komu í upplýsingaferlinu til þessa.
Fyrir liggur mikil vinna starfshópsins og embættismanna. Þessi vinna er að mörgu leyti mikilvæg.
Í fyrsta lagi leiðir vinnan í ljós að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í samstarfi milli skóla. Ýmis tækifæri sem fram komu munu eflaust leiða saman stjórnendur til samstarfs og innleiðingu verkefna frá fagsviðum.
Í öðru lagi leiddi starf hópsins í ljós illa nýtt húsnæði skóla og frístundaheimila sem hægt væri að nýta betur og fresta þannig nýfjárfestingum í einhvern tíma. Þessa greiningu ætti að festa í sessi sem verklag til að nýta betur eignir borgarinnar.
Í þriðja lagi er ljóst að tilraunir í skólastarfi, t.d. með samrekstri stofnana, hafa í för með sér að hægt er að rannsaka hvernig lágmarka eigi tortryggni á milli fagaðila og hindranir vegna ólíkra kjara.
Í fjórða lagi er með þessu starfi ljóst að sameining skólastofnana skilar ekki mikilli hagræðingu og erfitt að tryggja að hagræðingin skili sér til lengri tíma.
Að lokum er ljóst að raunveruleg hagræðing, sé það markmiðið, verður ekki í skólakerfinu nema starfsfólki fækki að einhverju marki.
Börnin í borginni eiga heimtingu á því að stjórnmálamenn skoði öll þau tækifæri til hagræðingar sem hafa ekki bein áhrif á þau eða skaða þeirra náms- og starfsumhverfi. Fyrst og fremst hefur verkefnið verið nauðsynlegt til að greina fjárhagslegan ávinning enda lítill faglegur ávinningur af sameiningu og samrekstri. Sá faglegi ávinningur sem var ein af forsendum verkefnisins er enn óskilgreindur og órannsakaður. Farsælast hefði verið að viðurkenna í skýrslunni að enginn trygging sé fyrir því að faglegur ávinningur náist fram með sameiningu skóla.
Búast má við talsverðu raski á skólastarfi þegar stofnanir verða sameinaðar. Þetta á kannski sérstaklega við ef unnið verður í óþökk og andstöðu starfsmanna, foreldra og stjórnenda. Hætt er við að tímabundið skapist órói og ótti vegna árekstra og átaka í sameiningu starfsumhverfis ólíkra stétta sem nú sameinast og hafi þannig áhrif á að börn og nemendur verði síður í fyrirrúmi í skóla- og frístundastarfi. Sá hlutfallslega litli fjárhagslegi ávinningur sem af þessu hlýst er því dýru verði keyptur.
Merkilegasta niðurstaðan úr ofangreindri vinnu er eflaust sú að flatur niðurskurður á sviðum borgarinnar sem meirihlutinn ætlar sér að vinna eftir er ekki lengur í boði. Löngu tímabært er að taka erfiða umræðu um forgangsröðun þeirra verkefna sem Reykjavíkurborg niðurgreiðir á einn eða annan hátt. Sú umræða er óumflýjanleg og krefst pólitískrar framsýni og samráðs við íbúa og starfsfólk. Því miður skortir pólitískt þor og kjark hjá ráðamönnum í Reykjavík til að hægt sé að taka þá umræðu.
Skoðun

Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík?
Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar

Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði
Grímur Atlason skrifar

„...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar

Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu
Sigurður Sigurðsson skrifar

Látið okkur í friði
Vilhjálmur Árnason skrifar

Gefðu fimmu!
Ágúst Arnar Þráinsson skrifar

Allar hendur á dekk!
Oddný G. Harðardóttir skrifar

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar