Lífið

Spænsk stuðsveit á Listahátíð

Ein vinsælasta popphljómsveit Spánar hefur boðað komu sína á Listahátíð í Reykjavík í vor. Um er að ræða stuðbandið Ojos de brujo en tónlist sveitarinnar hefur verið lýst sem blöndu af hiphoppi, reggíi, flamenco og danstónlist.

Tónleikar Ojos de brujo fara fram í Silfurbergi í Hörpu 27. maí. Samkvæmt upplýsingum frá Listahátíð verða þeir fyrstu tónleikarnir í ráðstefnusalnum í Hörpu. Salurinn tekur ríflega þúsund manns á standandi tónleikum.

Ojos de brujo er á tónleikaferðalagi um heiminn sem kallast Corriente Vital. Á henni leikur sveitin vinsælustu lögin sín á ferlinum í nýjum útsetningum. Miðasala á tónleikana hefst í dag.- hdm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.