Innlent

Sigmundur Davíð ekki hættur í megrun - 5,6 kíló farin

Boði Logason skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. mynd úr safni
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er ekki hættur í megrun, ef marka má Facebook-síðu hans nú fyrir nokkrum mínútum. Þar segist hann hafa setið fastur í þinginu þar til klukkan eitt í nótt og gleymt að færa inn nýjustu tölur.

„Obbobbobb. Ég sat fastur í thinginu allan gærdaginn og fram yfir 1 í nótt og gleymdi að færa inn nýjustu tölur. Þetta hefur þegar valdið smá hneyksli (sjá t.d. að neðan). Ekki seinna vænna að bæta úr. Nýjustu tölur: 102,4 kg," segir hann í stöðuuppfærslu sinni á Facebook nú fyrir nokkrum mínútum.

Það er á pari við það sem Vísir sagði frá í morgun en þá var því spáð að hann væri um 102 kíló því hann hefur misst að meðaltali um 2 kíló á viku.

Í heildina hefur hann því misst 5,6 kíló á þremur vikum.

Einn mánuður er eftir af átakinu, sem hann kallar Íslenska-kúrinn. Ef fram heldur sem horfir verður Sigmundur þá orðin um 100 kíló að þyngd næsta mánudag - sem verður að teljast nokkuð góður árangur á fjórum vikum.


Tengdar fréttir

Sigmundur Davíð grennist hratt - sex kíló farin

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og þingmaður, hefur misst tvö kíló frá því hann byrjaði í megrun fyrir um viku síðan. Þegar átakið hófst var hann 108 kíló en er nú 106 kíló.

Sigmundur Davíð hættur í megrun?

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sem gaf það út fyrir þremur vikum síðan að hann væri farinn í megrun, birti ekki tölur um þyngd sína í gær - líkt og hann sagðist ætla að gera alla mánudaga. Menn velta því nú fyrir sér hvort að hann sé hættur í átakinu.

Sigmundur Davíð er 108 kíló og ætlar í megrun

„Jæja, þá er komið að því. Á morgun byrja ég fyrir alvöru í megrunarkúr sem ég hlýt að kalla íslenska kúrinn því hann felst í því að borða bara íslenskan mat," skrifar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á heimasíðu sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×