Stórir urriðar og laxavon á Heiði/Bjallalæk Karl Lúðvíksson skrifar 13. september 2011 16:05 Kristján Sveinsson með 3 kg urriða úr Húsagarði sl. sunnudag Mynd: Karl Lúðvíksson Efsta svæðið í Ytri Rangá hefur verið lítið veitt í sumar enda hefur orðrómur veiðimanna verið á þann veg að svæðið sé erfitt yfirferðar og óaðgengilegt. Ég kíkti upp eftir á sunnudaginn í nokkra tíma til að skoða svæðið og sannreyndist þá að sjaldan á maður að trúa orðróm fyrr en maður getur sannreynt það sjálfur. Við fórum víða um svæðið og það verður að segjast eins og er að þetta er mikið fallegra og veiðilegra svæði heldur en svæðið neðan Gutlfossbreiðu sem gjarnan er nefnt aðalsvæðið. Helstu staðirnir sem við kíktum í voru t.d. Ármótahylur, Klettshólmar, Hólmar, Kríubreiða, Höfðalæksbakkar og að endingu smá hylur fyrir ofan Húsagarð. Aðkoman að öllum stöðunum til fyrirmyndar. Vegirnir góðir og skiluðu okkur svo til alltaf beint á veiðistaðina. Kortið af svæðinu er frábært, en það eina sem mætti segja að vanti er að merkja veiðistaðina. Þeir skíra sig að mestu leiti sjálfir en það er alltaf betra að koma að stað og vita að maður sé rétt staðsettur. Fleiri staði náðum við ekki að skoða og við tókum bara eina hraða yfirferð í hverjum hyl, en veðrið var ekki upp á sitt besta. Það var skítakuldi og hávaðarok sem gerði það að verkum að laxinn sem liggur á þessu svæði var ekkert að sýna sig og þaðan af síður að taka. Sama sagan var uppá teningnum á neðri svæðunum þann morguninn þegar aðeins 17 laxar komu upp á fyrri vaktinni en ríflega 40 á seinni vaktinni. Heiði og Bjallalækjarsvæðið er örugglega mikið betra á seinni vaktinni þegar áin hefur hlýnað um 1-3 gráður yfir daginn. En þrátt fyrir stutt stopp var einum 3 kg urriða landað í Húsagarði og tók 10 mínútur að ná honum inn. Fyrir þá sem ætla að skoða þetta svæði mæli ég með að veiða fluguna þungt, hægt og djúpt. Fara yfir með maðk og spún í restina. Það var um 100.000 seiðum sleppt þarna í fyrra svo það er klárt mál að það er fiskur á svæðinu. það þarf bara þolinmóðann og útsjónarsamann veiðimenn til að ná honum. Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði
Efsta svæðið í Ytri Rangá hefur verið lítið veitt í sumar enda hefur orðrómur veiðimanna verið á þann veg að svæðið sé erfitt yfirferðar og óaðgengilegt. Ég kíkti upp eftir á sunnudaginn í nokkra tíma til að skoða svæðið og sannreyndist þá að sjaldan á maður að trúa orðróm fyrr en maður getur sannreynt það sjálfur. Við fórum víða um svæðið og það verður að segjast eins og er að þetta er mikið fallegra og veiðilegra svæði heldur en svæðið neðan Gutlfossbreiðu sem gjarnan er nefnt aðalsvæðið. Helstu staðirnir sem við kíktum í voru t.d. Ármótahylur, Klettshólmar, Hólmar, Kríubreiða, Höfðalæksbakkar og að endingu smá hylur fyrir ofan Húsagarð. Aðkoman að öllum stöðunum til fyrirmyndar. Vegirnir góðir og skiluðu okkur svo til alltaf beint á veiðistaðina. Kortið af svæðinu er frábært, en það eina sem mætti segja að vanti er að merkja veiðistaðina. Þeir skíra sig að mestu leiti sjálfir en það er alltaf betra að koma að stað og vita að maður sé rétt staðsettur. Fleiri staði náðum við ekki að skoða og við tókum bara eina hraða yfirferð í hverjum hyl, en veðrið var ekki upp á sitt besta. Það var skítakuldi og hávaðarok sem gerði það að verkum að laxinn sem liggur á þessu svæði var ekkert að sýna sig og þaðan af síður að taka. Sama sagan var uppá teningnum á neðri svæðunum þann morguninn þegar aðeins 17 laxar komu upp á fyrri vaktinni en ríflega 40 á seinni vaktinni. Heiði og Bjallalækjarsvæðið er örugglega mikið betra á seinni vaktinni þegar áin hefur hlýnað um 1-3 gráður yfir daginn. En þrátt fyrir stutt stopp var einum 3 kg urriða landað í Húsagarði og tók 10 mínútur að ná honum inn. Fyrir þá sem ætla að skoða þetta svæði mæli ég með að veiða fluguna þungt, hægt og djúpt. Fara yfir með maðk og spún í restina. Það var um 100.000 seiðum sleppt þarna í fyrra svo það er klárt mál að það er fiskur á svæðinu. það þarf bara þolinmóðann og útsjónarsamann veiðimenn til að ná honum.
Stangveiði Mest lesið Vikuveiðin í Veiðivötnum 1.906 fiskar Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Góð veiði í vötnum fyrir norðan um helgina Veiði Mikið af vænum fiski veiðist í Elliðavatni Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Besti tíminn framundan í Stóru Laxá Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði