Innlent

Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir áform um einkasjúkrahús

Karen Kjartansdóttir skrifar
Ingibjörg Pálmadóttir.
Ingibjörg Pálmadóttir.

Fyrrverandi heilbrigðsráðherra grunar að að verið sé að reyna ná íslenskum sjúklingum inn á einkarekna spítala með krókaleiðum. Hann segir mjög mörgum spurningum ósvarað um einkarekna heilbrigðisþjónustu.

Á maður að trúa því að kokið hafi víkkað svo á stjórnarliðum að þeir ætli að innleiða hér einskonar bandarískt heilbrigðiskerfi sem er með þá mestu mismunum sem um getur? Þessarar spurningar spyr Ingibjörg Pálmadóttir fyrrverandi heilbrigðisráðherra í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.

Í greininni segir hún að enn hafi ekki verið sýnt fram á með viðunandi hætti hvaðan sjúklingar nýrra heilbrigðisstofnanna eigi að koma og hvers vegna þeir ættu að velja íslenskt sjúkrahús fremur en annað.

Sé raunveruleg eftirspurn átti hún sig ekki á því hvers vegna einkaaðilar í heilbrigðisgreiranum geti ekki samið um að fá að veita þjónustu á þeim stofnunum sem nú eru tiltækar á íslenskum sjúkrastofnunum.

Þá segir Ingibjörg að sér skiljist að ríkissjóður hafi þegar ábyrgst einn milljarð vegna uppbyggingar gamla hersjúkrahússins á Miðnessheiði.

Þá hljóti einkasjúkrahúsið að þurfa semja við Landspítalann um að taka sjúklinga að sér, ef eitthvað fer úrskeiðis, öðruvísi sé öryggi þeirra ekki tryggt. Því sé enn vandséð hvers vegna einkaaðilar kjósi að byggja upp þjónustunna utan sjúkrastofnanna.

Í greininni spyr hún einnig að hvers vegna ekki sé unnið af heiðarleika og gagnsæi að þessum málum ef búið er að ákveða að hafa hér tvöfalt kerfi fyrir fólk sem fær forgang í krafti peninga. Hægt og hljótt virðist þessi umbreyting verða á vinstri vakt velferðar ríkisstjórnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×