Sjálfsblekkingin um 2007 Kristinn H. Gunnarsson skrifar 11. október 2011 06:00 Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Sú sjálfsblekking er áberandi í þjóðfélaginu að hægt sé að strika út efnahagsleg áhrif hrunsins og hverfa aftur til lífskjara árins 2007. Til marks um það eru kröfur um lækkun skulda, hækkun launa og bætur fyrir lækkun íbúðaverðs. Staðreyndin er sú að lífskjörin á hátindi góðærisins fyrir hrun voru blekkingin ein, velmegun sem byggð var áralangri og ofsafenginni skuldasöfnun einstaklinga og fyrirtækja. Það eru ekki til nein verðmæti í þjóðfélaginu til þess að standa undir fölsku lífskjörunum frá 2007. Lífskjör á lánum verða aldrei varanleg. Viðskiptahallinn 2005 og 2006 var um 500 milljarðar króna. Það eru um 6 milljónir króna á hverja fjölskyldu. Vorið 2008 lýsir Seðlabankinn stöðunni þannig að kaupmáttur virtist umtalsvert meiri en staðist gæti til lengdar og „aldrei hafa heimili og fyrirtæki verið svo skuldsett, viðskiptahallinn aldrei verið meiri, útlánavöxtur aldrei jafn hraður að raungildi og eignaverð aldrei hærra“. Gengi krónunnar var falskt um árabil, landsmenn lifðu af fölskum kaupmætti og fengu meira fyrir krónuna en nokkur innistæða var fyrir. Raunverðið kom fram þegar gengið féll. Þessi sjálfsblekking stendur allri framþróun fyrir þrifum. Pólitísk umræða er föst í 2007 og öll orkan fer í kröfur til stjórnvalda um að færa skuldurum aftur gærdaginn. Hagsmunasamtök heimilanna stjórna umræðunni og ístöðulitlir stjórnmálamenn keppast um að lofa því að strika út hrunið og færa kjósendum aftur 2007-lífið. En það er alltaf einhver sem borgar. Meðan markmiðin eru fullkomlega óraunhæf er umræðan föst í kviksyndi. Þegar horfst verður í augu við staðreyndir kemst þjóðin af stað til þess að vinna sig út úr vandanum. Það þarf hugarfarsbreytingu. Það verða lakari lífskjör um skeið og það þarf að borga skuldir. En engu að síður verða hér góð lífskjör á alþjóðlegan mælikvarða. Það þarf að minnka ríkisútgjöld og auka verðmætasköpun. Það þarf að veiða meiri fisk, vinna hann meira, virkja orku, meiri stóriðju, fleiri ferðamenn og nýta tónlistarhúsið sem aðdráttarafl og þannig má áfram telja. Það þarf að skapa verðmæti í stað þess að eyða í dag tekjum framtíðarinnar. Það er leiðin áfram.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun