Byltingarmenn í Líbíu hafa fagnað falli Sirte, fæðingarborgar Múammars Gaddfí, þótt hann sjálfur sé enn ekki fundinn. Bardagar geisuðu áfram í borginni, þótt miðbærinn sé fallinn í hendur byltingarmanna.
Younis al-Abdally, yfirmaður í hersveitum byltingarmanna, sagði hersveitir sínar hafa umkringt stuðningsmenn Gaddafís á litlu svæði í borginni.
Leiðtogar bráðabirgðastjórnar landsins segjast sannfærðir um að Sirte muni verða öll á valdi þeirra síðar í vikunni, þótt stuðningsmenn Gaddafís verjist enn af miklum krafti.- gb

