Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu 11. október 2011 06:00 Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. Fyrir Palestínu yrði afar mikilvægt að fá stuðning slíks ríkis. En ákvörðun um viðurkenningu verður fyrst og fremst að taka mið af utanríkisstefnu okkar fyrr og nú og siðferðilegum stuðningi Íslands við aukin mannréttindi, auk mats á því hvort hún yki eða drægi úr friðarlíkum milli Ísraels og Palestínu. Söguleg stefna ÍslandsÁrið 1947 átti glæsilegur fulltrúi Íslands, Thor Thors sendiherra, sinn þátt í því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um tveggja ríkja lausnina svokölluðu, en hún felur í sér tilvist Palestínu og Ísraels hlið við hlið. Í 64 ár hefur Ísland því formlega stutt að Palestína verði fullvalda ríki. Undir forystu ólíkra ríkisstjórna hafa Íslendingar líka þróað utanríkisstefnu sem hefur fært okkur í fremstu röð þjóða sem berjast gegn mannréttindabrotum – sem eru daglegt brauð Palestínumanna. Rauður þráður gegnum utanríkisstefnuna síðustu áratugi hefur einnig verið órofa stuðningur við þá grundvallarafstöðu að smáþjóðir eigi sjálfar að fá að ráða örlögum sínum og hafa óskoraðan rétt til að verða fullvalda og frjálsar. Þess vegna brutu Íslendingar undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar ísinn fyrir Eystrasaltsþjóðirnar fyrir 20 árum, viðurkenndu fullveldi Svartfellinga og komu fyrstir þjóða til liðsinnis við Króatíu. Tillaga mín um viðurkenningu á Palestínu er því í fullu samræmi við sögulega afstöðu Íslands á lýðveldistímanum, eindregna afstöðu okkar sem ríkis til mannréttinda, og stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Öryggi ÍsraelsFrá tíma Thors Thors hefur Ísland stutt tilvist og öryggi Ísraels. Tillaga mín um viðurkenningu á fullveldi Palestínu breytir engu um það. Núverandi ríkisstjórn hefur í engu stutt við ríkisstjórnir sem vilja má Ísrael út af landakortinu en minna má á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skipulagði opinbera heimsókn utanríkisráðherra til Írans árið 2003. Varla þarf að fara mörgum orðum um afstöðu þess ríkis til Ísraels. Í núverandi ríkisstjórn Ísraels eru átök milli forsætisráðherrans Benjamíns Netanyahu og utanríkisráðherrans Avigdors Lieberman um forystu fyrir hægri væng ísraelskra stjórnmála. Herská andstaða gegn sjálfstæðu ríki Palestínumanna er drýgst til árangurs í því og skakar þar hvor skellum þyngri. Þessi skammsýni veldur því að stjórnvöld í Ísrael eru blind á það einstaka tækifæri sem nú liggur í augum uppi til að stuðla að varanlegu öryggi ríkisins með því að semja frið við nágranna sína á grundvelli sjálfstæðrar Palestínu. Fyrir Ísrael væri happadrýgst að ganga frá slíkum samningum strax – áður en arabíska vorið lyftir nýjum lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum til valda. Þær eru líklegar til að spegla eindregna samúð almennings í þessum ríkjum með Palestínu og reynast miklu harðdrægari gagnvart Ísrael en einræðisherrarnir sem vorkoman er nú að feykja fyrir pólitískan ætternisstapa. Íslenska tillagan byggir á þeim vörðum sem alþjóðasamfélagið hefur þegar hlaðið um þá einu leið sem getur leitt til varanlegs friðar – tveggja ríkja lausnarinnar. Hún er því stuðningur við framtíðaröryggi Ísraels. Tilboð um friðHeimastjórn Palestínu og frelsishreyfingin PLO – sem íslenskur forsætisráðherra heimsótti fyrstur vestrænna leiðtoga í útlegð til Túnis árið 1990 – hafa viðurkennt Ísraelsríki. Palestínsk stjórnvöld hafa gefið vopnaða baráttu upp á bátinn og lýst eindregnum vilja til friðsamlegrar sambúðar við Ísrael. Þau hafa einnig fært þá fórn að fallast á landamærin frá því fyrir sex daga stríðið 1967 þó að í því felist að Palestína hafi helmingi minna land til umráða en Ísland studdi árið 1947. Enn er líka í fullu gildi yfirlýsing Arababandalagsins frá 2002 um að ríki þess muni stofna til eðlilegra og friðsamlegra samskipta við Ísrael, dragi það her sinn inn fyrir landamærin fyrir sex daga stríðið 1967. Stuðningi Íslands við Palestínu allt frá 1989 hafa jafnan fylgt skýrar kröfur af okkar hálfu um að Palestína framfylgi gildum og áherslum sem koma fram í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hafa Palestínumenn nú í gadda slegið. Umsókn þeirra um aðild að Sameinuðu þjóðunum fylgdi skrifleg yfirlýsing um að Palestína sæktist eftir friði og myndi að fullu uppfylla þjóðréttarlegar skyldur sínar. Samviska AlþingisAlþingi hefur í vetur margsinnis rætt atburðina sem tengjast arabíska vorinu. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst eindregnum stuðningi við kröfur almennings í viðkomandi löndum um mannréttindi og lýðræði. Það væri því tvískinnungur og hræsni ef alþingismenn sem hafa stutt réttindabaráttu íbúa Norður-Afríku neituðu Palestínumönnum um sama stuðning. Þeir búa þó óvéfengjanlega við hernám, stöðugt landrán og aðskilnaðarstefnu sem Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, sagði skylda apartheid. Hvernig er hægt að styðja baráttu íbúa Líbíu, Egyptalands, Túnis, Sýrlands og Jemen, án þess að styðja sömu baráttu Palestínumanna? Það er ekki hægt. Slíkt er í senn órökrétt og þverstæðukennt og yrði Alþingi til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. Fyrir Palestínu yrði afar mikilvægt að fá stuðning slíks ríkis. En ákvörðun um viðurkenningu verður fyrst og fremst að taka mið af utanríkisstefnu okkar fyrr og nú og siðferðilegum stuðningi Íslands við aukin mannréttindi, auk mats á því hvort hún yki eða drægi úr friðarlíkum milli Ísraels og Palestínu. Söguleg stefna ÍslandsÁrið 1947 átti glæsilegur fulltrúi Íslands, Thor Thors sendiherra, sinn þátt í því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um tveggja ríkja lausnina svokölluðu, en hún felur í sér tilvist Palestínu og Ísraels hlið við hlið. Í 64 ár hefur Ísland því formlega stutt að Palestína verði fullvalda ríki. Undir forystu ólíkra ríkisstjórna hafa Íslendingar líka þróað utanríkisstefnu sem hefur fært okkur í fremstu röð þjóða sem berjast gegn mannréttindabrotum – sem eru daglegt brauð Palestínumanna. Rauður þráður gegnum utanríkisstefnuna síðustu áratugi hefur einnig verið órofa stuðningur við þá grundvallarafstöðu að smáþjóðir eigi sjálfar að fá að ráða örlögum sínum og hafa óskoraðan rétt til að verða fullvalda og frjálsar. Þess vegna brutu Íslendingar undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar ísinn fyrir Eystrasaltsþjóðirnar fyrir 20 árum, viðurkenndu fullveldi Svartfellinga og komu fyrstir þjóða til liðsinnis við Króatíu. Tillaga mín um viðurkenningu á Palestínu er því í fullu samræmi við sögulega afstöðu Íslands á lýðveldistímanum, eindregna afstöðu okkar sem ríkis til mannréttinda, og stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Öryggi ÍsraelsFrá tíma Thors Thors hefur Ísland stutt tilvist og öryggi Ísraels. Tillaga mín um viðurkenningu á fullveldi Palestínu breytir engu um það. Núverandi ríkisstjórn hefur í engu stutt við ríkisstjórnir sem vilja má Ísrael út af landakortinu en minna má á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skipulagði opinbera heimsókn utanríkisráðherra til Írans árið 2003. Varla þarf að fara mörgum orðum um afstöðu þess ríkis til Ísraels. Í núverandi ríkisstjórn Ísraels eru átök milli forsætisráðherrans Benjamíns Netanyahu og utanríkisráðherrans Avigdors Lieberman um forystu fyrir hægri væng ísraelskra stjórnmála. Herská andstaða gegn sjálfstæðu ríki Palestínumanna er drýgst til árangurs í því og skakar þar hvor skellum þyngri. Þessi skammsýni veldur því að stjórnvöld í Ísrael eru blind á það einstaka tækifæri sem nú liggur í augum uppi til að stuðla að varanlegu öryggi ríkisins með því að semja frið við nágranna sína á grundvelli sjálfstæðrar Palestínu. Fyrir Ísrael væri happadrýgst að ganga frá slíkum samningum strax – áður en arabíska vorið lyftir nýjum lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum til valda. Þær eru líklegar til að spegla eindregna samúð almennings í þessum ríkjum með Palestínu og reynast miklu harðdrægari gagnvart Ísrael en einræðisherrarnir sem vorkoman er nú að feykja fyrir pólitískan ætternisstapa. Íslenska tillagan byggir á þeim vörðum sem alþjóðasamfélagið hefur þegar hlaðið um þá einu leið sem getur leitt til varanlegs friðar – tveggja ríkja lausnarinnar. Hún er því stuðningur við framtíðaröryggi Ísraels. Tilboð um friðHeimastjórn Palestínu og frelsishreyfingin PLO – sem íslenskur forsætisráðherra heimsótti fyrstur vestrænna leiðtoga í útlegð til Túnis árið 1990 – hafa viðurkennt Ísraelsríki. Palestínsk stjórnvöld hafa gefið vopnaða baráttu upp á bátinn og lýst eindregnum vilja til friðsamlegrar sambúðar við Ísrael. Þau hafa einnig fært þá fórn að fallast á landamærin frá því fyrir sex daga stríðið 1967 þó að í því felist að Palestína hafi helmingi minna land til umráða en Ísland studdi árið 1947. Enn er líka í fullu gildi yfirlýsing Arababandalagsins frá 2002 um að ríki þess muni stofna til eðlilegra og friðsamlegra samskipta við Ísrael, dragi það her sinn inn fyrir landamærin fyrir sex daga stríðið 1967. Stuðningi Íslands við Palestínu allt frá 1989 hafa jafnan fylgt skýrar kröfur af okkar hálfu um að Palestína framfylgi gildum og áherslum sem koma fram í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hafa Palestínumenn nú í gadda slegið. Umsókn þeirra um aðild að Sameinuðu þjóðunum fylgdi skrifleg yfirlýsing um að Palestína sæktist eftir friði og myndi að fullu uppfylla þjóðréttarlegar skyldur sínar. Samviska AlþingisAlþingi hefur í vetur margsinnis rætt atburðina sem tengjast arabíska vorinu. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst eindregnum stuðningi við kröfur almennings í viðkomandi löndum um mannréttindi og lýðræði. Það væri því tvískinnungur og hræsni ef alþingismenn sem hafa stutt réttindabaráttu íbúa Norður-Afríku neituðu Palestínumönnum um sama stuðning. Þeir búa þó óvéfengjanlega við hernám, stöðugt landrán og aðskilnaðarstefnu sem Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, sagði skylda apartheid. Hvernig er hægt að styðja baráttu íbúa Líbíu, Egyptalands, Túnis, Sýrlands og Jemen, án þess að styðja sömu baráttu Palestínumanna? Það er ekki hægt. Slíkt er í senn órökrétt og þverstæðukennt og yrði Alþingi til minnkunar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun