Innlent

Flestir reðrarnir komnir í gám

Safnið er að flytja frá Húsavík.
Safnið er að flytja frá Húsavík.
Nú stendur yfir reðraburður í Hlöðufelli á Húsavík en Hið íslenska reðasafn verður flutt frá Húsavík til Reykjavíkur og er áætlað að það verði opnað á nýjum stað á Laugavegi 116 í nóvember.

Hjörtur Sigurðsson og Sigurður Hjartarson, sem hafa annast utanumhald á safninu, standa í stórræðum við flutninga. Skarpur.is greinir frá því að safngripirnir séu flestir komnir í gám og aðeins þeir stærstu og þyngstu eftir í húsi. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×