Lífið

Skilja sem vinir

Leikkonan Keira Knightly og kærasti hennar, Rupert Friend, hafa hætt saman eftir fimm ára samband. 
Nordicphotos/getty
Leikkonan Keira Knightly og kærasti hennar, Rupert Friend, hafa hætt saman eftir fimm ára samband. Nordicphotos/getty

Faðir leikkonunnar Keiru Knightley hefur staðfest að dóttir hans og unnusti hennar, breski leikarinn Rupert Friend, hafa slitið sambandi sínu. Parið kynntist árið 2005 við tökur á kvikmyndinni Pride and Prejudice.

„Þau eru hætt saman, en þannig er því miður lífið. Það eina í stöðunni núna er að horfa fram á veginn. Þau voru saman í langan tíma og eftir svona langt samband er ávalt erfitt að segja skilið við hvort annað,“ sagði faðir Knightly.

Samkvæmt heimildarmönnum þótti Friend erfitt að vera stanslaust undir eftirliti slúðurblaða og ljósmyndara sem fylgdu Knightley við hvert fótmál. „Þau áttu innilegt samtal stuttu fyrir jól og ákváðu í sameiningu að enda sambandið. Þau munu þó vera vinir ævilangt,“ var haft eftir heimildarmanni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.