Innlent

Davíð Oddsson fagnar afmælinu á dapurlegasta degi ársins

Erla Hlynsdóttir skrifar
Davíð Oddsson er 63ja ára í dag
Davíð Oddsson er 63ja ára í dag

Jólin eru liðin, greiðslukortareikningarnir ná áður óþekktum hæðum, kuldinn nístir og myrkrið virðist endalaust. Þegar allir þessir þættir eru teknir saman eftir ákveðnum reiknikúnstum er ljóst að mánudagurinn 17. janúar er dapurlegasti dagur ársins 2011. Það er allavega niðurstaða sálfræðinganna Cliff Arnall og Dan Kruger við Háskólann í Michigan.

Þrjú ár eru síðan þeir settu saman reikniformúlu sem sýndi fram á að þriðji mánudagur hvers árs sé dapurlegasti dagur ársins.

Sálfræðingurinn Leachim Semaj hefur þó varað við þessari kenningu þeirra Arnall og Kruger, og segir niðurstöðuna ekki vera fengna með alvöru vísindum. Vissulega þjáist margir í Evrópu og Norður-Ameríku af skammdegisþunglyndi sem oft nær hámarki um þetta leyti ársins, en hann telur það ekkert vera tengt þessum eina degi.

Hvað sem þessu líður er ljóst að margir fagna afmælinu sínu í dag. Þeirra á meðal eru Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Sigurjón M. Egilsson, fjölmiðlamaður, Jim Carrey leikari og Michelle Obama, forsetafrú.

Benjamín Franklín, einn landsfeðra Bandaríkjanna, og athafnamaðurinn Al Capone hefðu einnig fagnað afmæli þennan dag, væru þeir enn á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×