Íslendingar hvattir áfram á Evrópuþingi 17. janúar 2011 00:00 Þingmenn Evrópuþingsins eru kosnir beinni kosningu af borgurum Evrópusambandsins til fimm ára í senn. Völd þingsins voru áður lítil en hafa aukist jafnt og þétt.Afp/nordicphotos Íslendingar ættu að halda áfram að veiða hval og stjórna eigin fiskveiðum. Þeir eiga ekkert að gefa eftir í þessum efnum í komandi aðildarviðræðum. Þetta kom fram í máli nokkurra Evrópuþingmanna á opnum fundi sem utanríkismálanefnd Evrópuþingsins stóð fyrir í Brussel á fimmtudag. Fundurinn fjallaði um aðildarferli Íslands og áskoranir tengdar því. Frá Íslandi ávarpaði fundinn Baldur Þórhallsson prófessor ásamt Nikulási Hannigan úr utanríkisráðuneytinu og Alyson Bailes úr Háskóla Íslands, sem fjallaði um öryggismál. „Ég bjóst við hvössum spurningum en Evrópuþingmennirnir reyndust bara mjög miklir stuðningsmenn aðildar Íslands,“ segir Baldur. Breskur þingmaður, Dr. Charles Tannock, gerði hvalveiðar að umræðuefni, segir Baldur, og hvatti Íslendinga ekki bara til að halda þeim áfram heldur til að fá hvalveiðar flokkaðar undir sjávarútvegsmál frekar en umhverfismál, eins og þær eru flokkaðar í dag hjá ESB. „Svo var þarna portúgölsk þingkona, Comes að nafni, sem vill að Íslendingar fái að ráða sem mestu í sjávarútvegsmálum, enda telur hún að við séum sú þjóð sem best hefur staðið sig í þeim málum. Hún vill að við stöndum föst á okkar og gefum ekkert eftir í viðræðum,“ segir Baldur. Þingmaður frá Rúmeníu, Cristian Dan Preda, sem situr í sameiginlegri þingmannanefnd Alþingis og Evrópuþingsins, hafi haft áhyggjur af nánu sambandi íslenskra stjórnvalda (forseta Íslands) við Rússland og Kína. Hvort þetta meinta samband myndi fylgja þjóðinni inn í sambandið, þannig að Íslendingar yrðu sérstakir bandamenn Rússa og minntist Dan Preda á norðurheimskautið í því sambandi. Fundurinn er liður í stefnumótun Evrópuþingsins gagnvart aðildarviðræðum Íslands og ESB, sem eiga að hefjast síðar á árinu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB vegna aðildarviðræðnanna, Alexandra Cas Granje, tók til máls og Baldur segir að hún hafi fengið gagnrýnin tilsvör frá þingmönnum, sem hafi meðal annars sagt henni að ekki væri hægt að ætlast til þess af Íslendingum að þeir tækju upp alla sjávarútvegsstefnu ESB.klemens@frettabladid.is Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Íslendingar ættu að halda áfram að veiða hval og stjórna eigin fiskveiðum. Þeir eiga ekkert að gefa eftir í þessum efnum í komandi aðildarviðræðum. Þetta kom fram í máli nokkurra Evrópuþingmanna á opnum fundi sem utanríkismálanefnd Evrópuþingsins stóð fyrir í Brussel á fimmtudag. Fundurinn fjallaði um aðildarferli Íslands og áskoranir tengdar því. Frá Íslandi ávarpaði fundinn Baldur Þórhallsson prófessor ásamt Nikulási Hannigan úr utanríkisráðuneytinu og Alyson Bailes úr Háskóla Íslands, sem fjallaði um öryggismál. „Ég bjóst við hvössum spurningum en Evrópuþingmennirnir reyndust bara mjög miklir stuðningsmenn aðildar Íslands,“ segir Baldur. Breskur þingmaður, Dr. Charles Tannock, gerði hvalveiðar að umræðuefni, segir Baldur, og hvatti Íslendinga ekki bara til að halda þeim áfram heldur til að fá hvalveiðar flokkaðar undir sjávarútvegsmál frekar en umhverfismál, eins og þær eru flokkaðar í dag hjá ESB. „Svo var þarna portúgölsk þingkona, Comes að nafni, sem vill að Íslendingar fái að ráða sem mestu í sjávarútvegsmálum, enda telur hún að við séum sú þjóð sem best hefur staðið sig í þeim málum. Hún vill að við stöndum föst á okkar og gefum ekkert eftir í viðræðum,“ segir Baldur. Þingmaður frá Rúmeníu, Cristian Dan Preda, sem situr í sameiginlegri þingmannanefnd Alþingis og Evrópuþingsins, hafi haft áhyggjur af nánu sambandi íslenskra stjórnvalda (forseta Íslands) við Rússland og Kína. Hvort þetta meinta samband myndi fylgja þjóðinni inn í sambandið, þannig að Íslendingar yrðu sérstakir bandamenn Rússa og minntist Dan Preda á norðurheimskautið í því sambandi. Fundurinn er liður í stefnumótun Evrópuþingsins gagnvart aðildarviðræðum Íslands og ESB, sem eiga að hefjast síðar á árinu. Fulltrúi framkvæmdastjórnar ESB vegna aðildarviðræðnanna, Alexandra Cas Granje, tók til máls og Baldur segir að hún hafi fengið gagnrýnin tilsvör frá þingmönnum, sem hafi meðal annars sagt henni að ekki væri hægt að ætlast til þess af Íslendingum að þeir tækju upp alla sjávarútvegsstefnu ESB.klemens@frettabladid.is
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira