Líkir málflutningi Landsbankamanna við Nurnberg réttarhöldin Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. janúar 2011 15:08 Vilhjálmur Bjarnason segir að nær væri að Íslendingar bæðu Breta afsökunar. Mynd/ Stefán. „Ég held að það væri nær að Íslendingar bæðu Breta afsökunar," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann er ekki par hrifinn af ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem sagði í samtali við The Wall Street Journal að Gordon Brown ætti að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota í miðju efnahagsfárviðrinu. Vilhjálmur segir að Íslendingar ættu að þakka Bretum fyrir það að hafa stöðvað það brjálæði sem var í gangi í íslenska bankakerfinu því ekki hefði gengið að það brjálæði hefði staðið yfir mikið lengur. Þá bendir Vilhjálmur á að Bretar og Hollendingar hafi þurft að taka ábyrgð á innistæðum í íslenskum bönkum eftir hrun þeirra haustið 2008. Vilhjálmur furðar sig á ummælum Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem sagði í samtali við fréttamenn þegar að hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í gær að allt sem hann hefði gert í störfum sínum fyrir bankann væri löglegt. Vilhjálmur Bjarnason segir að þetta sé sama viðkvæði og hafi borið á í Nurnberg réttarhöldunum. Þá furðar Vilhjálmur sig á viðbrögðum fréttamanna við fullyrðingum Halldórs. „Það spurði enginn fréttamaður: Af hverju fór bankinn á hausinn fyrst þú gerðir ekkert ólöglegt," segir Vilhjálmur. Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Ég held að það væri nær að Íslendingar bæðu Breta afsökunar," segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann er ekki par hrifinn af ummælum Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem sagði í samtali við The Wall Street Journal að Gordon Brown ætti að biðjast afsökunar á því að hafa sagt að Ísland væri gjaldþrota í miðju efnahagsfárviðrinu. Vilhjálmur segir að Íslendingar ættu að þakka Bretum fyrir það að hafa stöðvað það brjálæði sem var í gangi í íslenska bankakerfinu því ekki hefði gengið að það brjálæði hefði staðið yfir mikið lengur. Þá bendir Vilhjálmur á að Bretar og Hollendingar hafi þurft að taka ábyrgð á innistæðum í íslenskum bönkum eftir hrun þeirra haustið 2008. Vilhjálmur furðar sig á ummælum Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, sem sagði í samtali við fréttamenn þegar að hann mætti til yfirheyrslu hjá sérstökum saksóknara í gær að allt sem hann hefði gert í störfum sínum fyrir bankann væri löglegt. Vilhjálmur Bjarnason segir að þetta sé sama viðkvæði og hafi borið á í Nurnberg réttarhöldunum. Þá furðar Vilhjálmur sig á viðbrögðum fréttamanna við fullyrðingum Halldórs. „Það spurði enginn fréttamaður: Af hverju fór bankinn á hausinn fyrst þú gerðir ekkert ólöglegt," segir Vilhjálmur.
Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira