Lífið

Balti og Wahlberg á djamminu

Baltasar Kormákur, Kate Beckinsale og Mark Wahlberg verða áberandi í New Orleans í janúar.
Baltasar Kormákur, Kate Beckinsale og Mark Wahlberg verða áberandi í New Orleans í janúar.

Baltasar Kormákur, Mark Wahlberg og Kate Beckinsale ásamt öðrum stjörnum kvikmyndarinnar Contraband eru nú komin til New Orleans þar sem tökur á myndinni hefjast í dag, mánudag.

Fjölmiðlar í New Orleans hafa sýnt komu Marks Wahlberg til borgarinnar mikinn áhuga en borgin hefur gert töluvert út á að lokka stórmyndir frá Hollywood til sín eftir hamfarirnar í kringum fellibylinn Katrinu.

Fram kom á vefnum onlocationvacations.com að leikarar og tökulið Contraband ætluðu að hrista sig saman og halda partý á veitinga- og skemmtistaðnum The Attic At Lucy's á laugardagskvöldinu.

Contraband-liðið verður ekki það eina sem hyggst taka upp kvikmynd á þessum tíma í New Orleans. Samkvæmt áðurnefndum vef verður framhaldsmynd Piranha tekin þarna upp seinna í þessum mánuði og svo nýjasta kvikmynd Bruce Willis, Looper.

Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Contraband endurgerð á íslensku kvikmyndinni Reykjavík-Rotterdam sem Óskar Jónasson gerði. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk kvikmynd er endurgerð á þennan hátt en það eru stórfyrirtækin Universal og Working Title sem framleiða myndina. Gerð hennar er talin kosta þrjátíu milljónir dollara eða þrjá og hálfan milljarð íslenskra króna. - fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.