Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans 17. janúar 2011 08:10 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira