HK-stelpur hafa lokið keppni í Evrópukeppninni þetta árið eftir 28 marka skell gegn franska liðinu Floery í dag. Lokatölur 46-18.
Franska liðið vann fyrri leikinn 39-22 og fer því ansi örugglega áfram.
Hið unga lið HK fer sárt heim en reynslan mun vonandi hjálpa liðinu í framtíðinni.
