Lífið

Tveir risar saman á túr

Win Butler úr Arcade Fire spilar með Portishead.
Win Butler úr Arcade Fire spilar með Portishead.

Útlit er fyrir að tvær af stærstu sveitunum í indie-tónlistargeiranum fari saman í tónleikaferðalag í sumar. Um er að ræða Arcade Fire og Portishead. Fréttir af þessu hafa farið sem eldur í sinu um tónlistarheima síðustu daga en engar dagsetningar hafa verið staðfestar.

Það eina sem liggur fyrir er að Arcade Fire og Portishead munu spila á nokkrum tónlistarhátíðum í Evrópu í sumar. Búist er við að sameiginleg tónleikaferð verði skipulögð í kringum þær hátíðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.