Prestur vísaði barni á geðdeild vegna gagnrýni á kirkjuna 25. janúar 2011 21:15 Séra Örn Bárður Jónsson. Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð. Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Sóknarpresturinn Örn Bárður Jónsson sendi fimmtán ára unglingi, sem skrifað hafði athugasemd á bloggsíðu hans, leiðbeiningar um hvar bráðamóttöku geðdeildar Landspítalans væri að finna. Drengurinn hafði skrifað grein á Vantrú þar sem hann gagnrýndi Örn Bárð og Þjóðkirkjuna. Í grein drengsins, sem birt var sem lesendabréf á vefnum Vantrú, velur hann ummæli sem Örn Bárður, sem einnig er stjórnlagaþingmaður, lét falla í tengslum við framboð sitt til stjórnlagaþings. Greinin ber titilinn „Hinn sannleiksleitandi og umburðarlyndi stjórnlagaþingmaður - Örn Bárður Jónsson." Í greininni segir drengurinn meðal annars: „Eitt það besta við veru séra Örns Bárðar á stjórnlagaþingi er að hann fær þau sjálfsögðu réttindi að hafa stórt og mikið atkvæði þegar kemur að eigin launatjékka. Hvað finnst honum um Þjóðkirkjuna?" Drengurinn setti einnig athugasemd við nýjustu prédíkun Arnar Bárðar á bloggsíður prestsins. Athugasemdin var þurrkuð út en á spjallþræði Vantrúar greinir drengurinn frá því að hann hafi fengið tölvupóst frá Erni Bárði: „Svo kl. hálf sex fékk ég tölvupóst sem sýndi leiðamerkingu, símanúmer og heimilisfang Bráðamóttöku Geðdeildar Landspítalans, frá Erni Bárði." Vísir hafði samband við Séra Örn Bárð Jónsson sem staðfesti að hafa fengið athugasemd á vefinn sinn frá drengnum. „...þetta er einhver fimmtán ára strákur sem var að setja „spamm" á vefinn minn. Ég hef ekkert um þetta mál að segja. Vertu blessaður," sagði hann. Blaðamaður Vísis ræddi einnig við drenginn sem sagði ritdeiluna við Örn hafa snúist um þá staðhæfingu prestsins „að guð væri algóður." Hann hafi því sett í athugasemd lista yfir þá sjúkdóma sem hrjái mannkynið til að sýna fram á hve góður guð væri. Niðurstaðan að mati prestsins hefði verið sú að benda honum á hvar geðdeild væri að finna. Foreldrar drengsins sögðu hann hafa skrifað fjölda greina gegnum árin, hann léti sig þjóðfélagsmál miklu varða og hefði jafnvel gefið út bækur. Þau sögðu enga eftirmála vera í málinu af sinni hálfu en vissulega væru viðbrögð séra Arnar Bárðar umhugsunarverð.
Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira