Fréttaskýring: Stórfyrirtæki vega þungt í tekjunum 24. febrúar 2011 20:00 Álver Fjarðaáls er meðal þess sem leitt hefur til tekjuauka fyrir Fjarðabyggð, sem nú hefur tekið fram úr Garðabæ í útreiknuðum meðaltekjum sveitarfélaga miðað við íbúafjölda. Fréttablaðið/Pjetur Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira
Hverjar eru tekjur sveitarfélaga í hlutfalli við íbúafjölda? Fjarðabyggð og Garðabær eru tekjuhæstu sveitarfélög landsins árið 2010 ef miðað er við meðaltekjur þéttbýlissveitarfélaga með fleiri en 650 íbúa. Samkvæmt tölum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga námu meðaltekjur á hvern íbúa í Fjarðabyggð 537.150 krónum og 536.933 krónum í Garðabæ. Í þriðja sæti er svo Sandgerði með rúmar 535 þúsund krónur á hvern íbúa. Undanfarin ár hefur Garðabær verið með hæstu tekjur sveitarfélaga miðað við íbúafjölda en Fjarðabyggð hefur nú náð fyrsta sætinu. Þá hafa tekjur Fjarðabyggðar aukist á undanförnum árum, meðal annars með tilkomu álvers Fjarðaáls á Reyðarfirði. Til samanburðar má nefna að Reykjavík er í sjötta sæti listans með meðaltekjur á hvern íbúa upp á 486.427 krónur. Borgin trónir hins vegar eðlilega hæst á listanum yfir tekjuhæstu sveitarfélögin, enda með langflesta íbúa. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri í Fjarðabyggð, segir spila inn í góða niðurstöðu sveitarfélagsins að í því séu útsvarstekjur á mann góðar. „Svo njótum við þess að hér eru sterk fyrirtæki, svo sem álverið, sjávarútvegsfyrirtæki og ýmis fyrirtæki önnur, sem borga fasteignaskatta. Af þessu skýrist þetta." Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð, segir góðar tekjur sveitarfélagins hjálpa til við tiltölulega þungan rekstur, enda sé sveitarfélagið stórt og landfræðin setji því hömlur í hagræðingu.Ef horft er til fámennari sveitarfélaga, þar sem íbúar eru færri en 650, er Fljótsdalshreppur tekjuhæstur með 1.424.511 krónur á hvern íbúa. Sveitarfélagið, sem telur 89 íbúa, nýtur góðs af háum tekjum vegna Kárahnjúkavirkjunar. Í öðru sæti kemur svo Grímsnes- og Grafningshreppur með tekur upp 1.041.165 krónur fyrir hvern sinna 415 íbúa. Þar nýtur sveitarfélagið tekna af virkjunum, margvíslegri atvinnustarfsemi og umfangsmikilli sumarhúsabyggð. Í útreikningum vegna tekjujöfnunarframlaga 2010 er miðað við íbúafjölda sveitarfélaga 1. desember 2009, en sjóðurinn birti endanlega úthlutun tekjujöfnunarframlaga vegna síðasta árs undir lok desember síðastliðins. Við útreikninginn er horft til tekna miðað við hámarksálagningu útsvars og fasteignagjalda og tekna sveitarfélaga af meiriháttar fasteignaálagningu og framleiðslugjaldi. Útreikningar einstakra sveitarfélaga á meðaltekjum á íbúa geta því verið lægri tölur, þar sem þau fullnýta ekki öll heimild til álagningar útsvars og fasteignaskatts. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Sjá meira