Rosaleg stórkarlamúsík 24. febrúar 2011 07:00 Klárir í slaginn Rokkararnir í Ham á æfingu fyrir tónleikana á Nasa. Hljómsveitin ætlar í hljóðver í næsta mánuði og stefnir á nýja plötu síðar á árinu.fréttablaðið/stefán Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Rokkararnir í Ham lofa rosalegum tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. Upptökur á fyrstu „alvöru“ Ham-plötunni hefjast í næsta mánuði. Ham ætlar að taka gömul og góð lög í bland við nýtt efni af væntanlegri plötu á tónleikum á Nasa á föstudagskvöld. „Við erum að fara að taka upp breiðskífu og fyrst við vorum að æfa á annað borð fannst okkur mjög sniðugt að henda í eins og eina svona tónleika,“ segir gítarleikarinn og söngvarinn Sigurjón Kjartansson. „Þetta hefur staðið lengi til því við höfum ekki spilað á opinberum tónleikum í Reykjavík í hátt í fimm ár. Við spiluðum á Airwaves í haust en það var meira fyrir fólk sem stundar Airwaves. Svo höfum við stundum verið að spila á Eistnaflugi en svona tónleikar í Reykjavík hafa ekki verið haldnir síðan sumarið 2006.“ Ham stefnir á að skella sér í hljóðver í næsta mánuði og hefja upptökur á langþráðri plötu sem á að koma út síðar á þessu ári. „Það hefur í raun aldrei komið út almennileg Ham-plata, ef ég á að vera heiðarlegur. Við gáfum út breiðskífu 1989 í Bretlandi en við vorum aldrei neitt sérstaklega ánægðir með hana. Restin er síðan tónleikaplötur og safnskífur en þessi plata er þessi „ultimate“ Ham-plata sem allir hafa beðið eftir,“ segir Sigurjón og telur hljómsveitina í toppformi um þessar mundir. „Þegar við vorum tvítugir hljómuðum við eins og við værum fertugir með því að spila þessa stórkarlamúsík. Núna erum við orðnir fertugir þannig að við erum orðnir nógu miklir stórkarlar til að standa undir þessu.“ Hann lofar flottum tónleikum á Nasa enda hafa æfingarnar gengið vel. „Við hættum yfirleitt ekki fyrr en við erum orðnir mjög þéttir. Við erum með innbyggðan gæðakokkteil hvað þetta varðar.“ Hann hvetur fólk til að tryggja sér miða í tæka tíð. „Þetta verður rosalegt, ég get lofað því.“ Logn og Ikea Satan sjá um upphitun á Nasa. Húsið verður opnað klukkan 22 og herlegheitin hefjast skömmu síðar. Miðar kosta 2.000 kr. í forsölu á Midi.is en 2.500 við dyrnar. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira