Benedikt bíður eftir símtali frá Hollywood 24. febrúar 2011 08:00 endar kannski í Hollywood Mitchell Hurwitz, skapari Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að Direktören for det hele þar sem Benedikt Erlingsson fór á kostum í hlutverki túlks. Hann segist bíða eftir símtali frá Hollywood. „Þetta er djobb fyrir íslenskan leikara, það er að segja ef það verður íslenskur útrásarvíkingur í þessari mynd eins og þeirri dönsku," segir Benedikt Erlingsson. Mitchell Hurwitz, skapari gamanþáttanna Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að kvikmyndinni Direktören for det hele eftir Lars von Trier. Hann hefur fengið stórkanónurnar Bryan Singer og Ron Howard í lið með sér og ætlar sjálfur að leikstýra bandarísku útgáfunni, samkvæmt kvikmyndavefsíðu Empire. Benedikt og Friðrik Þór Friðriksson léku stórt hlutverk í dönsku myndinni; Friðrik var íslenskur útrásarvíkingur en Benedikt túlkurinn hans. „Þetta var burðarhlutverkið í myndinni og nú bíð ég bara eftir símtalinu frá þeim. Ekki nema þeir striki út hlutverk túlksins," segir Benedikt og viðurkennir að hann hafi aldrei heyrt þessa Hurwitz getið og þaðan af síður þáttanna hans þótt þeir hafi hlotið fjöldann allan af Emmy-verðlaunum og Golden Globe styttu. Ekki liggur fyrir hvenær tökur á amerísku útgáfunni eiga að hefjast en Benedikt á ljúfar og sérkennilegar minningar frá samstarfinu við von Trier, sem er annálaður furðufugl. „Myndin var öll tekin upp í sama húsnæðinu af því að þar var svo gott mötuneyti og svo var boðið upp á bjór og snafs í hádeginu. Hann vildi eiginlega helst að allir væru fullir, allavega leikkonurnar, og varð hálffúll þegar fólk vildi ekki drekka meira. Að öðru leyti var óskaplega þægilegt að vinna með honum."- fgg Golden Globes Lífið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira
„Þetta er djobb fyrir íslenskan leikara, það er að segja ef það verður íslenskur útrásarvíkingur í þessari mynd eins og þeirri dönsku," segir Benedikt Erlingsson. Mitchell Hurwitz, skapari gamanþáttanna Arrested Development, hefur keypt endurgerðarréttinn að kvikmyndinni Direktören for det hele eftir Lars von Trier. Hann hefur fengið stórkanónurnar Bryan Singer og Ron Howard í lið með sér og ætlar sjálfur að leikstýra bandarísku útgáfunni, samkvæmt kvikmyndavefsíðu Empire. Benedikt og Friðrik Þór Friðriksson léku stórt hlutverk í dönsku myndinni; Friðrik var íslenskur útrásarvíkingur en Benedikt túlkurinn hans. „Þetta var burðarhlutverkið í myndinni og nú bíð ég bara eftir símtalinu frá þeim. Ekki nema þeir striki út hlutverk túlksins," segir Benedikt og viðurkennir að hann hafi aldrei heyrt þessa Hurwitz getið og þaðan af síður þáttanna hans þótt þeir hafi hlotið fjöldann allan af Emmy-verðlaunum og Golden Globe styttu. Ekki liggur fyrir hvenær tökur á amerísku útgáfunni eiga að hefjast en Benedikt á ljúfar og sérkennilegar minningar frá samstarfinu við von Trier, sem er annálaður furðufugl. „Myndin var öll tekin upp í sama húsnæðinu af því að þar var svo gott mötuneyti og svo var boðið upp á bjór og snafs í hádeginu. Hann vildi eiginlega helst að allir væru fullir, allavega leikkonurnar, og varð hálffúll þegar fólk vildi ekki drekka meira. Að öðru leyti var óskaplega þægilegt að vinna með honum."- fgg
Golden Globes Lífið Mest lesið Björn plokkar í stað Höllu Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Sjá meira