Viðskipti erlent

Rífandi gangur hjá House of Fraser

Rífandi gangur var í jólaversluninni hjá bresku tískuverslunarkeðjunni House of Fraser. Salan jókst um 8,5% á síðustu fimm vikunum fyrir jólin miðað við sama tímabil árið áður. John King forstjóri keðjunnar segir að ef veðrið hefði ekki verið eins slæmt og raun bar vitni hefði mátt mæla aukninguna í tveggja stafa tölu.

Skilanefnd Landsbankans heldur á 35% hlut í keðjunni og skilanefnd Glitnis á 14%. Aðrir stórir eigendur eru stjórnarformaðurinn Don McCarthy með 22% og skoski auðjöfurinn Tom Hunter sem á 11%.

Í samtali við Daily Mail segir John King að hagnaður House of Fraser á síðasta ári muni slá metið sem sett var árið áður þegar hagnaðurinn nam 68 milljónum punda eða um 12,5 milljörðum kr. Skuldastaðan geri það hinsvegar að verkum að nettó niðurstaða ársins verður í kringum núllið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×