Viðskipti erlent

Airbus fær risasamning

Airbus flugvélaverksmiðjurnar hafa fengið risavaxna pöntun frá International Lease Finance sem er stærsta kaupleigufyrirtæki heimsins í flugvélageiranum.

Samkvæmt frétt á Bloomberg fréttaveitunni hafa náðst samningar milli Airbus og International Lease Finance um að Airbus afhendi þeim 100 Airbus flugvélar og er verðmæti samningsins um 9,5 milljarðar dollara eða um 1.100 milljarða kr.

Það fylgir hinsvegar sögunni að á móti þessum samningi hafi International Lease Finance afpantað 10 Airbus A380 farþegaþotur. Er það talið enn eitt áfallið fyrir framleiðsluna á þessum þotum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×