Viðskipti erlent

Íslendingar fá hálfan milljarð í arð frá Unibrew

Royal Unibrew, næststærstu bruggverksmiðjur Danmerkur, ætla að greiða hluthöfum sínum 250 milljónir danskra kr., eða rúmlega 5 milljarða kr.,  í arð eftir árið í fyrra. Þetta þýðir að þeir íslensku aðilar sem enn eiga hluti í Royal Unibrew munu fá rúmlega hálfan milljarð í sinn hlut.

Straumur heldur enn á 4,99% hlut í Royal Unibrew og Stoðir eiga tæplega 6%.

Mikill viðsnúningur varð í rekstri Royal Unibrew á síðasta ári. Samkvæmt ársuppgjörinu sem birt var í morgun nam hagnaður bruggverksmiðjanna 375 milljónum danskra kr. fyrir skatt. Til samanburðar var hagnaðurinn 76,6 milljónir danskra kr. árið áður.

Í frétt um málið á börsen.dk segir hvað arðgreiðslur varðar að 140 milljónir danskra kr. verða greiddar beint til hluthafa og 110 milljónir notaðar til endurkaupa á hlutabréfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×