Innlent

Opnuðu Air d'Islande í París

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skipuleggjendur hátíðarinnar ásamt Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra.
Skipuleggjendur hátíðarinnar ásamt Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra.
Opnunarhóf menningarhátíðarinnar Air d'Islande fór fram í sendiherrabústað Íslands í París í gærkvöldi.  

Nýi íslenski sendiherrann í Frakklandi, Berglind Ásgeirsdóttir, bauð gesti velkomna og vakti athygli á þeim möguleikum sem öflug kynning á menningu Íslendinga felur í sér. Landið hefur hlotið mikla athygli í Frakklandi síðustu daga, en auk Air d'Islande eru íslenskar bókmenntir í aðalhlutverki á bókasýningunni Salon de Livre.  

Söngkonan Lay Low og kvikmyndagerðarmaðurinn Árni Sveinsson voru viðstödd opnunina en þau eru áberandi í dagskrá Air d'Islande. Meðal annarra gesta á opnuninni voru Hallgrímur Helgason rithöfundur, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, myndlistarkonan Nína Gautadóttir, Björn Ólafsson arkitekt, Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og franski verðlaunarithöfundurinn Michel Rostain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×