Innlent

Aðgerðaáætlun í burðarliðnum

Skúli Helgason
Skúli Helgason
Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, mælti á miðvikudag fyrir þingsályktunartillögu um menntun og atvinnusköpun ungs fólks. Flutningsmenn ásamt Skúla eru fjórtán þingmenn allra flokka.

Samkvæmt tillögunni skal Alþingi fela forsætisráðherra að stýra mótun aðgerðaáætlunar sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og svara eftirspurn helstu vaxtargreina atvinnulífsins eftir vinnuafli með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Þá verði leitað eftir samningum við atvinnurekendur um að bjóða ungum atvinnuleitendum störf að námi loknu.

Það er vilji flutningsmanna að aðgerðaáætlunin verði mótuð í breiðu samráði ráðuneyta, Samtaka iðnaðarins, Alþýðusambands Íslands, háskóla, framhaldsskóla, Símenntunarmiðstöðvar, Landssambands æskulýðsfélaga og Vinnumálastofnunar. Þá verði stefnt að því að niðurstöðum verði skilað fyrir 1. júlí næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×