Innlent

Ég var í Wuhan segir Gunnar

Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins vill fá að vita hvort Gunnar I. Birgisson hafi misminnt þegar hann sagðist engar boðsferðir hafi þegið frá einkaaðilum.
Bæjarfulltrúi Næst besta flokksins vill fá að vita hvort Gunnar I. Birgisson hafi misminnt þegar hann sagðist engar boðsferðir hafi þegið frá einkaaðilum.
Hjálmar Hjálmarsson, bæjarfulltrúi Næst besta flokksins, hefur lagt fram fyrirspurn í bæjarráði Kópavogs um það hvort Gunnar I. Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri, hafi þegið boð Landsbankans á fótboltaleik í London.

Í fyrirspurn Hjálmars segir að Gunnari hafi borist „boð frá Landsbankanum um ferð á leik West Ham United og Newcastle United þann 26. apríl 2008 klukkan 15.00“. Áður hefur komið fram í svari Gunnars við fyrirspurn að hann hafi engar utanlandsferðir þegið frá einkaaðilum. „Ég hef heyrt að Gunnar hafi verið í þessari ferð og vil fá að vita hvort hann hafi misminnt þegar hann gaf fyrra svar sitt,“ útskýrir Hjálmar fyrirspurnina.

Gunnar segist hafa haft þá stefnu sem bæjarstjóri að þiggja engar boðsferðir frá fyrirtækjum og einstaklingum.

„Þennan dag var ég í vikuferð í Wuhan í höfðinglegu boði Kínverska alþýðulýðveldins ásamt þremur öðrum bæjarfulltrúum Kópavogs, þeim Gunnsteini Sigurðssyni, Hafsteini Karlssyni og Ómari Stefánssyni. Þegar þessi leikur fór fram sat ég í kvöldverði við hlið ráðherra orkumála í Kína. Þannig að ég gat ómögulega verið á Upton Park á þessum tíma,“ segir Gunnar I. Birgisson.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×