Lífið

Carlos D er fífl og snillingur

Paul Banks, söngvari Interpol, elskar bassaleikarann Carlos D eins og hann er.
Paul Banks, söngvari Interpol, elskar bassaleikarann Carlos D eins og hann er.
Paul Banks, söngvari bandarísku hljómsveitarinnar Interpol, kallaði Carlos Dengler, fyrrverandi bassaleikara hljómsveitarinnar, fífl í viðtali við ástralska útvarpsstöð. Hann sagði einnig að Dengler væri snillingur.

Carlos Dengler yfirgaf Interpol í maí í fyrra, skömmu eftir að hljómsveitin kláraði síðustu plötu sína. Ákvörðunin var sögð vera gerð í sátt og samlyndi, en David Pajo, fyrrverandi bassaleikari Slint, tók stöðu Denglers.

„Ég er þannig gerður að ef mér finnst einhver vera snillingur læt ég alls konar vesen yfir mig ganga frá honum," sagði Paul Banks. „Ef maður er í návist snillinga finnst manni þess virði að þola fíflaganginn í þeim. Hæfileikar á borð við þá sem hann býr yfir eru sjaldgæfir."

Banks sagði einnig að óvíst væri hvort Pajo yrði varanlegur meðlimur hljómsveitarinnar, en ásamt honum hefur Brandon Curtis, úr hljómsveitinni Secret Machines, gengið til liðs við Interpol á tónleikaferðalaginu sem nú stendur yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.