Facebook-mynd með fernu 18. janúar 2011 05:30 Glee-hópurinn fagnaði verðlaunum sínum innilega á Golden Globe-hátíðinni. nordicphotos/getty The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Sjá meira
The Social Network og Glee voru sigurvegarar kvöldsins á Golden Globe-hátíðinni í Los Angeles. Kvikmyndin The Social Network og sjónvarpsþátturinn Glee hlutu flest verðlaun á Golden Globe-verðlaunahátíðinni sem var haldin í Los Angeles. The Social Network, sem fjallar um upphaf Facebook-síðunnar, hlaut fern verðlaun: sem besta dramamyndin, fyrir bestu leikstjórn, besta handritið og fyrir tónlistina. Glee hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal sem besti söngva- eða gamanþátturinn. Bretinn Colin Firth var kjörinn besti dramaleikarinn fyrir hlutverk sitt í The King"s Speech, eins og búist hafði verið við. Þetta voru einu verðlaunin sem myndin hlaut, þrátt fyrir sjö tilnefningar. Það kom heldur engum á óvart þegar Natalie Portman hlaut Gullhnöttinn sem besta dramaleikkonan fyrir frammistöðu sína sem ballerína í Black Swan. Portman, sem á von á barni, þakkaði foreldrum sínum fyrir að hafa hjálpað sér í heiminn og gefið sér eins yndislegt líf og raun ber vitni. The Kids Are All Right, sem fjallar um lesbískt par sem hittir föður táningsstúlku þeirra, var kjörin besta söngva- eða gamanmyndin og Boardwalk Empire besti dramaþátturinn í sjónvarpi. Þá var Toy Story 3 kjörin besta teiknimyndin. David Fincher Leikstjóri The Social Network þakkaði fyrir sig. Grínistinn Ricky Gervais var kynnir hátíðarinnar annað árið í röð. Hann hóf kvöldið á því að gera grín að Charlie Sheen, Hugh Hefner, stofnanda Playboy, og þrívíddarmyndum. „Það virðist allt hafa verið í þrívídd í ár, nema persónurnar í The Tourist,“ sagði hann og skaut þar á kvikmyndina með Johnny Depp og Angelinu Jolie í aðalhlutverkum sem hefur hlotið slaka dóma. Leikarinn Robert De Niro fékk hlýjar móttökur þegar hann tók á móti verðlaunum fyrir æviframlag sitt til leiklistarinnar og áhorfendur stóðu upp og klöppuðu þegar Michael Douglas afhenti síðustu verðlaun kvöldsins. „Það hlýtur að vera til betri aðferð til að vera hylltur á þennan hátt,“ grínaðist leikarinn, sem er að jafna sig eftir meðferð við krabbameini í hálsi. Það eru samtök erlendra blaðamanna sem veita Golden Globe-verðlaunin á ári hverju. Verðlaunin þykja gefa vísbendingu um hverjir hljóta Óskarsverðlaunin, sem verða afhent 27. febrúar. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Tónlist Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Lífið Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Lífið Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur Menning Fleiri fréttir Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Sjá meira