Veiði

Blanda að ná 400 löxum

Karl Lúðvíksson skrifar
Veiðimaður með lax úr Blöndu í morgun af Breiðunni
Veiðimaður með lax úr Blöndu í morgun af Breiðunni Mynd af www.lax-a.is
Frá Blöndubökkum og Lax-Á mönnum er það að frétta að þeir heyrðu í Þórði leiðsögumanni í Blöndu núna rétt fyrir tíu í morgun. Hans veiðimenn voru búnir að landa sjö löxum á flugu á Breiðunni á svæði 1 og taldi hann aðra sem voru við veiðar í morgun með aðra eins tölu. Laxarnir voru allir í góðri stærð en þeir stærstu 91 cm, annar 88 cm og 83 cm. Greinilega líf að færast yfir Blöndu í dag.

Morgunvaktin á svæði 1 endaðí í sextán löxum á morgunvaktinni. Átján laxar veiddust einnig í gær. Nú fer að styttast að Blanda fari uppí 400 laxa en þegar við töluðum við stúlkurnar í veiðihúsinu klukkan tvö voru skráðir 369 laxar í veiðibókina.

Einhverjir dagar eru lausir á svæði II og menn gætu lent í sannkallaðri veislu þar ef þeir kunna að veiða ánna sæmilega.

Birt með góðfúslegu leyfi Lax-Á






×