Viðskipti erlent

Logn á mörkuðum eftir storminn

Ró er komin á fjármálamarkaði Evrópu eftir storminn sem þar hefur geisað undanfarna tvo daga. Flestir helstu hlutabréfamarkaðir opnuðu í morgun í grænum litum.

Jafnvel hlutabréfamarkaðurinn á Ítalíu opnar í plús eða 1,5% og vinnur þar með til baka hluta af 10% lækkun MIB úrvalsvísitölunnar í vikunni. FTSE vísitalan í London er 0,3% í plús í morgun og DAX vísitalan í Frankfurt er 0,5% í plús.

Sömu sögu er að segja af kauphöllum Norðurlandanna en C20 vísitalan í Kaupmannahöfn er 0,5% í plús eftir opnun markaðarins í morgun.

Þessar hækkanir koma í kjölfar þess að hlutabréfamarkaðir í Asíu enduðu í plús í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×