Erlent

Eva Joly verður forsetaefni Græningja

Eva Joly er forsetaefni Græningja í Frakklandi. Hér sést hún með Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem orðuð hefur verið forsetaframboð.
Eva Joly er forsetaefni Græningja í Frakklandi. Hér sést hún með Rögnu Árnadóttur, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem orðuð hefur verið forsetaframboð. Mynd/Daníel Ragnarsson
Eva Joly verður frambjóðandi Græningja í forsetakosningunum í Frakklandi á næsta ári. Hún sigraði þekktan sjónvarpsþáttastjórnenda í prófkjöri flokksins.

Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram í apríl á næsta ári og eru stjórnmálaflokkarnir nú þegar farnir að undirbúa sig fyrir þær. Í leiðtogakjöri Græningja þar sem valið stóð á milli Joly og Nicolas Hulot, þekkst sjónvarpsþáttastjórnenda, hlaut Joly um 58% atkvæða en Hulot 41%. Niðurstaðan er sögð sigur fyrir vinstrivæng flokksins.

Sem kunnugt er starfaði Joly sem ráðgjafi sérstaks saksóknara í kjölfar bankahrunsins hér á landi, en hún lét af þeim störfum í október á síðasta ári. Hún er lögfræðimenntuð og hefur lengi barist gegn spillingu og fór fyrir rannsókn á franska olíufélaginu Elf sem hófst 1994. Fyrir tveimur árum var Joly kjörin Evrópuþingið. Hún er fyrsti forsetaframbjóðandi í Frakklandi sem hefur tvöfalt ríkisfang, það er franskt og norskt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×