Mamma Kristínar heimsmeistara: Orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2011 09:00 Kristín Krisúla Tsoukala, til vinstri, hendir þjálfara sínum út í laugina í fagnaðarlátunumn. Mynd/Nordic Photos/Getty Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum. Innlendar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Sjá meira
Hin grísk-íslenska Kristín Krisúla Tsoukala varð í gær heimsmeistari í sundknattleik með gríska landsliðinu. Grikkir unnu 9-8 sigur á gestgjöfum Kína í úrslitaleiknum á HM í Sjanghæ. Kristín Krisúla er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. „Ég veit ekki hvort ég get talað því ég er svo hamingjusöm. Þetta er alveg stórkostlegt. Hún er heimsmeistari," var það fyrsta sem kom upp úr Þóru Björk Valsteinsdóttur, móður Kristínar, þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. „Þetta er búið að vera stanslaust í sjónvarpinu og í öllum fréttum hér. Þetta er fyrsta lið í sögu Grikklands sem fær heimsmeistaratitil," segir Þóra. „Hún er yngst í liðinu. Hún var tekin sextán ára inn í landsliðið og ef ég á að segja þér satt þá hefur landsliðið ekki gert neitt annað en að vinna síðan. Það er íslenski víkingurinn. Hún er varnarleikmaður og þetta er svolítið eins og í handbolta. Sá sem er miðjunni passar mest og fær mestu höggin. Hún er talin ein af bestu sundknattleikskonum í heimi," segir Þóra. Kristín var fyrst valin í gríska landsliðið á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Kristín tók einnig þátt í því að vinna silfur á Evrópumóti landsliða á síðasta ári. „Hún er voðalega íslensk í sér og rosalega íslensk í útliti. Hún er 185 sm, ljóshærð og bláeygð. Hún sker sig líka út í liðinu því hinar eru alveg eins og litlu börnin hennar. Hún er miklu hærri en þær," segir Þóra og bætti við: „Þær eru allar orðnar algjörar stjörnur í Grikklandi," sagði stolt mamma að lokum.
Innlendar Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Loksins komu treyjur og þær ruku út Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti