Íslandsklukkan á leiðinni í sjónvarp 11. janúar 2011 08:30 Benedikt Erlingsson er vel inni í „Klukkunni“. „Ég og Ólafur Egilsson ætlum að ganga alla leið með þetta," segir leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Benedikt og Ólafur vinna nú að sjónvarpsþáttum byggðum á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Þættirnir taka mið af leikgerð Benedikts, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í fyrra og gengur enn fyrir fullu húsi. Benedikt er nú á fullu að undirbúa tökur á kvikmyndinni Hross. Friðrik Þór Friðriksson og Guðrún Edda Þórarinsdóttir framleiða myndina, sem verður tekin upp í sumar, og að tökum loknum fer undirbúningur fyrir Íslandsklukkuna á fulla ferð. Þættirnir verða sjö talsins og búast má við að leikaravalið verði svipað og í sýningu Þjóðleikhússins. Hvar verða þættirnir sýndir? „Við ætlum að sýna þættina á sjónvarpsstöð sem sýnir leikið sjónvarpsefni. Það verður ekki boltarásin - RÚV - heldur verðum við að sýna á Stöð 2 enda er það eina sjónvarpið sem stendur fyrir alvöru íslenskri dagskrárgerð," segir Benedikt. „Ég held að hún verði að fá að njóta krafta okkar ef hún vill þiggja. Okkur finnst það vera í anda höfundarins að leita til þeirra sem vilja gera fallega og góða hluti." Ólafur Egilsson. Benedikt er mikill áhugamaður um Íslandsklukkuna og hefur meðal annars fjallað um söguna að Gljúfrasteini. Ólafur Egilsson segir gott að vinna með manni sem hafi svo mikinn áhuga á viðfangsefninu. „Hann er vel inni í Klukkunni - sem vel er. Ég er nú að leika sjálfur í sýningunni og við erum búnir að liggja yfir þessu þannig að við eigum vel saman í spjalli um Klukkuna," segir hann. „Og það þarf ekki að hafa mörg orð um hvort þessi saga eigi erindi við okkur eða ekki akkúrat núna. Eins og kerlingin sagði: Oft var þörf, en nú er nauðsyn." - afb Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég og Ólafur Egilsson ætlum að ganga alla leið með þetta," segir leikarinn og leikstjórinn Benedikt Erlingsson. Benedikt og Ólafur vinna nú að sjónvarpsþáttum byggðum á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness. Þættirnir taka mið af leikgerð Benedikts, sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu í fyrra og gengur enn fyrir fullu húsi. Benedikt er nú á fullu að undirbúa tökur á kvikmyndinni Hross. Friðrik Þór Friðriksson og Guðrún Edda Þórarinsdóttir framleiða myndina, sem verður tekin upp í sumar, og að tökum loknum fer undirbúningur fyrir Íslandsklukkuna á fulla ferð. Þættirnir verða sjö talsins og búast má við að leikaravalið verði svipað og í sýningu Þjóðleikhússins. Hvar verða þættirnir sýndir? „Við ætlum að sýna þættina á sjónvarpsstöð sem sýnir leikið sjónvarpsefni. Það verður ekki boltarásin - RÚV - heldur verðum við að sýna á Stöð 2 enda er það eina sjónvarpið sem stendur fyrir alvöru íslenskri dagskrárgerð," segir Benedikt. „Ég held að hún verði að fá að njóta krafta okkar ef hún vill þiggja. Okkur finnst það vera í anda höfundarins að leita til þeirra sem vilja gera fallega og góða hluti." Ólafur Egilsson. Benedikt er mikill áhugamaður um Íslandsklukkuna og hefur meðal annars fjallað um söguna að Gljúfrasteini. Ólafur Egilsson segir gott að vinna með manni sem hafi svo mikinn áhuga á viðfangsefninu. „Hann er vel inni í Klukkunni - sem vel er. Ég er nú að leika sjálfur í sýningunni og við erum búnir að liggja yfir þessu þannig að við eigum vel saman í spjalli um Klukkuna," segir hann. „Og það þarf ekki að hafa mörg orð um hvort þessi saga eigi erindi við okkur eða ekki akkúrat núna. Eins og kerlingin sagði: Oft var þörf, en nú er nauðsyn." - afb
Mest lesið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Lífið Fleiri fréttir Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“