Innlent

Ábyrgðarhluti að gefa mönnum réttarstöðu sakbornings á veikum grunni

Formaður Lögmannafélagsins segir að það sé ábyrgðarhluti hjá sérstökum saksóknara að gefa mönnum réttarstöðu sakbornings á veikum grunni. Þá segir hann að handtökur í ræktinni og á öðrum áberandi stöðum séu niðurlægjandi og hefur áhyggjur af réttarfarsslysi.

Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélagsins, er ósammála hugmyndafræði sérstaks saksóknara. Hann segir að handtökur í líkamsræktarsölum og öðrum opinberum stöðum samrýmist illa ákvæði í lögum um meðferð sakamála um að sýna bera sakborningi tillitssemi. Um er að ræða meðalhófsreglu í 3. mgr. 53. gr laganna en þar segir að þeir sem rannsaka sakamál skuli gæta þess að mönnum verði ekki gert meira tjón, óhagræði eða miski, en óhjákvæmilegt er eftir því sem á stendur.

Brynjar segir dæmi um að sérstakur saksóknari hafi farið frjálslega með þetta ákvæði. Þá gagnrýnir Brynjar að sérstakur saksóknari hafi sett réttarstöðu sakbornings á vitni í of ríkum mæli að nauðsynjalausu.

„Ég vill meina að það að þessu sé mjög mjög frjálslega beitt og það er mín upplifjun með mínum skjólstæðingum," segir Brynjar.

Ummæli Brynjars um rökstuddan eru athyglisverð því í greinargerð með lögum um meðferð sakamála segir að ekki sé gerð krafa um rökstuddan grun, en þar segir orðrétt: Á hinn bóginn er ekki gengið svo langt í þessu efni að gerð sé krafa um rökstuddan grun, sbr. hins vegar 90. og 95. gr. frumvarpsins. Þetta þýðir að jafnskjótt og viss grunur vaknar um að maður sé viðriðinn brot, með þeim hætti að refsivert geti talist, skal litið á hann sem sakborning.

Þetta þýðir að gert sé ráð fyrir að nóg sé að menn séu viðriðnir brot. Ekki er krafa um rökstuddan grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×