Máli ísbjarnarlistakvenna vísað frá dómi 28. júní 2011 13:42 MYND/Christopher Lund Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorni. Listakonurnar voru kærðar til lögreglu fyrir meint brot gegn 42. grein náttúruverndarlaga þar sem segir: „Áletranir á náttúrumyndanir. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu..." Samkvæmt Skessuhorni var það mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. Vísir ræddi við Bjargeyju Ólafsdóttur, aðra listakonuna, eftir listagjörninginn en hún teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul með matarlit. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á Skessuhorni segir að það hafi verið til styrkingar ákvörðun sýslumannsembættisins að vísa málinu frá að starfsmaður Umhverfisráðuneytisins hafði sett færslu á Facebook þar sem listaverkinu var hrósað. Enginn vildi þó kannast við að hafa hrósað verkinu þó ljóst væri að starfsmaður með lykilorð ráðuneytisins að Facebook hefði lofað listaverkið.Sjá fréttina á vef Skessuhorns. Loftslagsmál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorni. Listakonurnar voru kærðar til lögreglu fyrir meint brot gegn 42. grein náttúruverndarlaga þar sem segir: „Áletranir á náttúrumyndanir. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu..." Samkvæmt Skessuhorni var það mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. Vísir ræddi við Bjargeyju Ólafsdóttur, aðra listakonuna, eftir listagjörninginn en hún teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul með matarlit. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á Skessuhorni segir að það hafi verið til styrkingar ákvörðun sýslumannsembættisins að vísa málinu frá að starfsmaður Umhverfisráðuneytisins hafði sett færslu á Facebook þar sem listaverkinu var hrósað. Enginn vildi þó kannast við að hafa hrósað verkinu þó ljóst væri að starfsmaður með lykilorð ráðuneytisins að Facebook hefði lofað listaverkið.Sjá fréttina á vef Skessuhorns.
Loftslagsmál Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira