Innlent

Fimmtán ára piltur stakk af meðferðarheimili á stolnum bíl

Mynd úr safni
Lögreglustjórinn á Sauðárkróki hefur höfðað mál gegn fimmtán ára gömul pilti fyrir nytjastuld og umferðarlagabrot.

Í október árið 2010, þegar pilturinn var fjórtán ára gamall, tók hann lykla af bifreið á meðferðarheimilinu Háholti í Skagafirði en hann var þar vistmaður. Hann settist upp í bifreiðina, ásamt öðrum vistmanni, og dældaði og rispaði aðra bifreið sem var á bílastæðinu á meðferðarheimilinu.

Því næst ók pilturinn áleiðis til Reykjavíkur en hann var ekki með bílpróf enda fjórtán ára gamall. Pilturinn virti ekki ítrekuð stöðvunarmerki lögreglu, sem veitti honum eftir för frá Sauðárkróki að Norðurlandavegi við Breiðavað, skammt austan Blönduóss. Þar náði lögregla að stöðva bifreiðina með vegatálmum.

Í ákæru segir að pilturinn hafi ekið á allt að 95 kílómetra hraða á klukkustund, „og gerði sig að auki líklegan til að aka utan í lögreglubifreiðina í hvert skipti sem henni var ekið upp að hlið bifreiðar ákærða.“

Lögreglustjórinn á Sauðárkróki fer fram á pilturinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×