Innlent

Hörð gagnrýni á prinsessunámskeið fyrir börn

Kenna ástelpum niður í átta ára aldur snyrtimennsku, borðsiði og samkvæmisdansa.
Kenna ástelpum niður í átta ára aldur snyrtimennsku, borðsiði og samkvæmisdansa.
„Þetta tengist bersýnilega kynlífsvæðingu barna,“ segir Hrafnhildur Snæfríðar- og Gunnarsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands, um nýtt námskeið á vegum Útlit.is, Prinsessuskólann. Hún segir námskeiðið ala á undirgefni ungra stúlkna.

Skólinn er með námskeið fyrir stúlkur niður í átta ára aldur þar sem meðal annars er kennd snyrtimennska, fótsnyrting, borðsiðir og hárgreiðsla. Eldri hópurinn, stúlkur á aldrinum 13 til 15 ára, læra auk þess um kvöldförðun og hvernig beri að klæðast rétt.

Á heimasíðu Útlits.is segir að námskeiðið sé ætlað þeim stúlkum „sem hafa áhuga á heilbrigðu líferni, fágaðri framkomu og snyrtimennsku.“

Dr. Gyða Margrét Pétursdóttir, aðjúnkt í kynjafræði í Háskóla Íslands, segir námskeiðið vera að kenna stúlkum ákveðna tegund af undirgefni.  „Skilaboðin eru: Haltu kjafti og vertu sæt,“ segir Gyða Margrét. „Þarna er verið að kenna börnum að með réttu útliti sé hægt að öðlast samþykki samfélagsins.“

Gyða Margrét segir að nóg sé nú þegar af slíkum skilaboðum í samfélaginu og meðvitaðir foreldrar eigi fullt í fangi með að draga úr áhrifum kynjaðra staðalímynda.

„Þetta er ekki það sem stúlkur þurfa að kunna í lífinu. Þetta dregur frekar úr þeim sjálfstraustið, þrátt fyrir skilaboðin um að þetta stuðli að heilbrigðu líferni,“ segir Gyða Margrét. „Einnig er áhugavert hvað þetta er skelfilega grímulaust.“

Ekki náðist í skólastjóra Prinsessuskólans við vinnslu fréttarinnar.- sv


Tengdar fréttir

Úkraína vill fá aðildarheit ESB

Úkraínumenn vilja sterkara orðalag um að þeim kunni að standa aðild að ESB til boða í framtíðinni en utanríkisráðherrar ESB hafa viljað kvitta upp á. Þetta segir sendiherra landsins gagnvart ESB, Kostíantín Jelisejev, í viðtali við EUobserver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×