Innlent

Segja fáar ferðir til Ísafjarðar

Almenningssamgöngur eru grundvöllur þess að hægt sé að stunda atvinnu segja íbúasamtök.
Almenningssamgöngur eru grundvöllur þess að hægt sé að stunda atvinnu segja íbúasamtök.
Íbúasamtökin Átak í Dýrafirði hafa enn á ný mótmælt niðurskurði í almenningssamgöngum í Ísafjarðarbæ. Telja þau núverandi þjónustu í lágmarki og frekari niðurskurð ekki verjandi. Frá þessu er sagt á vef Bæjarins besta.

Samtökin segja að tvær ferðir seinnipart dags á milli Þingeyrar, Flateyrar og Ísafjarðar séu lágmark, þar sem svæðið sé eitt atvinnusvæði.

Almenningssamgöngur séu grundvöllur þess að hægt sé að stunda atvinnu í öðrum byggðakjarna.

Bæjarráð Ísafjarðar hefur tekið erindið fyrir og bókað að verið sé að uppfylla meginábendingar hvað almenningssamgöngur varðar.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×