Innlent

Lúxusskip á leið til Akureyrar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skipið hafði viðkomu á Akureyri í fyrra.
Skipið hafði viðkomu á Akureyri í fyrra.
Skemmtiferðarskipið MSC Poesia kemur til Akureyrar á morgun og mun vera við Íslandsstrendur næstu daga. Frá Akureyri siglir skipið til Ísafjarðar og heimsækir Reykjavík á mánudag.

„Þetta er eitt af stærri og glæsilegri skemmtiferðarskipum sem von er á til Íslands í sumar en um borð eru tæplega 2.500 farþegar og 960 manns í áhöfn. Skipið er um 95.000 tonn að stærð og rétt tæpir 300 metrar á lengd. Það er í eigu MSC útgerðarinnar á Ítalíu," segir Jóhann Bogason, deildarstjóri sérverkefna hjá TVG-Zimsen, en fyrirtækið mun þjónusta skipið meðan það hefur viðkomu á hér á landi. „TVG Zimsen mun þjónusta fjölda skemmtiferðaskipa sem koma hingað til lands í sumar. „Við höfum umsjón með um hundrað viðkomum skemmtiferðaskipa um allt land," segir Jóhann.

Í tilkynningu til fjölmiðla vegna komu skipsins segir að áhugi farþeganna fyrir Íslandi sé mjög mikill því uppselt er í flestallar skoðunarferðir sem í boði eru á þeim stöðum sem skipið hefur viðkomu á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×