Innlent

Fékk gosið í afmælisgjöf

Magnús Tumi Guðmundsson
Magnús Tumi Guðmundsson
Gestir í fimmtugsafmæli Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings, þurftu margir að yfirgefa veisluna snemma þegar gos hófst í Grímsvötnum á laugardag. Þetta hafi hins vegar ekki verið afmælisgjöfin sem hann óskaði sér. Rætt er við Magnús í föstudagsviðtali Fréttablaðsins.

 

Magnús segist snemma hafa fengið áhuga á jarðfræði, hún hafi verið sér í blóð borin. „Það að lifa með eldgosum, er hluti af því að vera Íslendingur. Þetta er hluti af okkur tilveru,“ segir Magnús og bætir því við að Íslendingar hafi gengið í gegnum mjög rólegt tímabil jarðhræringa undanfarna áratugi. Ómögulegt sé hins vegar að spá fyrir um hvort fleiri stór gos séu í vændum. Aðspurður um Grímsvatnagosið segir hann heppilegt hve langt eldstöðin er frá mannabyggðum

- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×