Innlent

Beina línan á Bessastaði drífur ansi stutt

Bein lína til Bessastaða? Merkingin á þessum síma um borð í Dash-flugvélinni er aðeins innanhússpaug hjá Landhelgisgæslunni. Mynd/Sigurjón Ólason
Bein lína til Bessastaða? Merkingin á þessum síma um borð í Dash-flugvélinni er aðeins innanhússpaug hjá Landhelgisgæslunni. Mynd/Sigurjón Ólason
Vonlaust er að ná í forseta Íslands í síma sem merktur er Bessastöðum í farþegarými flugvélar Landhelgisgæslunnar.

 

„Fljótlega eftir að þessi vél kom til landsins 1. júlí 2009 setti áhöfnin þennan miða á símtólið. En það er bara grín í anda bíómyndanna þar sem alltaf er bein lína til forsetans. Þetta eru svo miklir húmoristar,“ segir Hrafnhildur Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

 

Hrafnhildur segir símann drífa stutt. „Hann er bara til að tala við flugstjóra og flugmann og drífur ekkert lengra en það. Þú nærð engu sambandi við forsetann með þessum síma.“- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×