Heiðdís Rún Guðmundsdóttir, fyrrum leikmaður meistaraflokks FH í handknattleik, hefur samið við Íslandsmeistara Vals fyrir næstkomandi tímabil, en samningurinn er til þriggja ára.
Heiðdís á ekki langt að sækja hæfileika sína en hún er dóttir Guðmundar Karlssonar, fyrrverandi handknattleiksþjálfara, einnig er núverandi leikmaður Vals, Raghildur Rósa Guðmundsdóttir, systir hennar.
Heiðdís er virkilega efnilegur leikmaður og sýndi oft á tíðum frábær tilþrif fyrir FH-inga í vetur, en hún hefur verið viðlofandi yngri landslið Íslands í gegnum tíðina.
Valur ætlar sér greinilega að verja Íslandsmeistaratitilinn á næsta tímabili, en liðið hafði gríðarlega sterkan hóp á nýafstöðnu Íslandsmóti.
Heiðdís gengur til liðs við Val
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Allt annað en sáttur með Frey
Fótbolti


Lögreglumaður var fótboltabulla í felum
Enski boltinn

„Fyrr skal ég dauður liggja“
Enski boltinn

„Geitin“ í kvennakörfunni hætt
Körfubolti



Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað
Íslenski boltinn

