Erlent

Íbúar í Runavík komnir heim á ný

Enn logar um borð í togaranum Athenu en gríðarmikill eldur kom upp í skipinu í gær í höfninni í Runavík. Eldurinn í gærkvöldi var þó mun minni en áður að sögn færeyska útvarpsins og ætluðu menn að hefja aðgerðir til þess að kæla skipið.

Rúmlega tvö þúsund manns sem flytja þurfti á brott vegna hins mikla reyks sem lagði frá togaranum hafa nú fengið að snúa heim á ný. Runavik er um 11 kílómetra norðan við Þórshöfn í Færeyjum. Bærinn er á suðurhluta Austureyjar. Skipið var smíðað árið 1992 og er í eigu útgerðarfélagsins Thor í Færeyjum.

Athena er stærsti togari Færeyja en þetta er í þriðja sinn sem eldur kemur upp í þessari óhappafleytu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×