Í tilefni þess að 66 ár eru liðin frá sigrinum í Föðurlandsstríðinu mikla og lokum síðari heimsstyrjaldarinnar lagði sendiherra Rússlands, Andrei Tsyganov, krans að minnismerkinu Voninni í Fossvogskirkjugarði í gær.
Sendiherrar annarra erlendra ríkja tóku einnig þátt í athöfninni auk íslenskra embættismanna.
Séra Timur Zolotuskij, prestur safnaðar heilags Nikulásar rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Reykjavík, hélt að því búnu stutta minningarmessu.
Vonin var reist 2005 til minningar um sjómenn sem létu lífið í skipalestum bandamanna til Sovétríkjanna. - ibs
Rússar minnast styrjaldarloka

Fleiri fréttir
