Umræða á villigötum Magnús Jóhannsson skrifar 10. maí 2011 07:00 Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í desember 2010 var lagt fram á Alþingi frumvarp um breytingar á lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. Nokkrar deilur hafa sprottið um þetta frumvarp og eru þær tilefni þessara skrifa. Með frumvarpinu á að gera svipaða hluti og búið er að gera fyrir löngu í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Við Íslendingar erum nefnilega langt á eftir öðrum þjóðum í umhverfismálum og náttúruvernd og löngu tímabært að eitthvað sé gert í því. Þeir sem harðast hafa gengið fram gegn frumvarpinu og fylgismönnum þess eru starfsmenn skógræktarfélaga (hagsmunaaðilar?). Þeir hafa ítrekað gripið til rangfærslna og stóryrða um þá sem eru þeim ósammála og hér eru fáein dæmi: „... menn vilji banna skógrækt ...“; „... ströngustu hreintrúarmenn..“; „... mikil öfgasjónarmið ...“; „... tekin afstaða gegn landgræðslu og skógrækt ...“; „... skógræktarfólks, sem vill lífríki Íslands vel“; „.. .afnám frelsis einstaklingsins til gróðursetningar ...“; „... rasismi og hrísvandarhyggja ...“ Þetta er allt með ólíkindum og getur tæplega flokkast sem málefnaleg umræða. Hvað vill þetta fólk? Það virðist vilja fullkomið frelsi til að gera það sem því sýnist án tillits til annarra sjónarmiða. Reynsla annarra þjóða af innflutningi framandi dýra og plantna er ákaflega blendin. Stundum er hægt að hafa gagn af framandi lífverum en á meðal þeirra getur leynst, þó ekki sé nema ein, sem veldur óbætanlegu tjóni. Það verður því sjaldan of varlega farið. Ástralía er oft tekin sem dæmi en þar hafa t.d. innfluttar kanínur, kettir og nokkrar jurtir valdið miklu og óbætanlegu tjóni. Ástralir hafa lært af þessari bitru reynslu og sem ferðamaður finnur maður fyrir ströngu eftirliti með framandi lífverum, bæði inn í landið og milli landssvæða. Íslendingum hefur gengið ákaflega illa að læra af reynslu annarra þjóða en það er virkilega mál að linni. Ef forsvarsmenn skógræktarfélaga halda að um skógrækt á Íslandi ríki almenn sátt þá skortir þá jarðsamband. Ég tel að flestir Íslendingar séu hlynntir skógrækt ef hún er rekin með skynsemi og af smekkvísi. Ég tel hins vegar að verið sé að gera a.m.k. tvenns konar mistök í skógrækt á Íslandi, annað er þegar plantað er trjátegundum sem ekki eiga heima á viðkomandi svæði og hitt er þegar plantað er trjám á svæði sem eru mun verðmætari trjálaus. Þannig hafa mörg góð og aðgengileg berjalönd verið eyðilögð með skógrækt og önnur svæði þakin svo þéttum skógi að gangandi fólki er ófært þar um. Sumir skógræktarmenn virðast telja trjálaust land, eins og fallegt mólendi, vera ógróið og einskis virði. Fólk spyr sig í vaxandi mæli hvaða tilgangi þetta brölt þjóni og hvort þetta sé virkilega gert fyrir fólkið í landinu. Í ofanálag er þetta eins og heilagar kýr, ef einhver vogar sér að gagnrýna skógræktina þá er hann útmálaður sem andstæðingur skógræktar og landgræðslu og þar með hálfgert illmenni. Ég lýsi eftir hugarfarsbreytingu hjá stjórnendum skógræktarinnar og þeir ættu líka að minnast þess að fólki er alls ekki sama hvernig skattpeningar eru notaðir.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun