Leitaði sér aðstoðar til Þýskalands vegna stams 10. maí 2011 09:00 „Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Ég stama sjálfur. Ég þekki þetta vandamál mjög vel þannig að ég átti ekkert erfitt með að leika þetta," segir kraftakarlinn Arnar Grant. Ný auglýsing Arnars og félaga hans Ívars Guðmundssonar fyrir próteindrykkinn Hámark í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar hefur vakið mikla athygli. Þar vísa þeir á skemmtilegan hátt í Óskarsverðlaunamyndina The King"s Speech sem fjallar um baráttu Georgs VI, konung Bretlands, við stam og ótta hans við að tala opinberlega. Það sem margir vita ekki er að Arnar hefur sjálfur stamað síðan í barnæsku og er því pínulítið að gera grín að sjálfum sér í auglýsingunni. „Maður á ekki að taka sjálfan sig alltof alvarlega. Hver hefur sinn djöful að draga," segir Arnar. „Mér finnst alltof margir sem eru með eitthvað mein láta það stoppa sig í því sem þá langar til að gera. Ég hef aldrei látið þetta stoppa mig í einu eða neinu." Í The King"s Speech fer aðalpersónan í talþjálfun með góðum árangri. Spurður hvort Arnar hafi gert slíkt hið sama segist hann ekki hafa farið í slíka þjálfun hér á landi. Hann fór aftur á móti til Þýskalands fyrir mörgum árum til að leita sér aðstoðar. „Þetta er bæði kostnaðarsamt hérna heima og svo finnst mér hugað mjög illa að þeim sem stama. Þeir sem stama hafa átt erfitt uppdráttar með að fá hjálp. Þetta er líka einmitt hópurinn sem veigrar sér við því að fara af stað og tala við einhverja sem geta hjálpað," greinir hann frá. „Það er fullt af hæfileikaríku fólki sem stamar sem á alls ekki að láta það hægja á sér við að láta drauma sína rætast." Lentir þú í einelti í barnæsku vegna stamsins? „Já, en ég lét það aldrei hafa áhrif á mig. Fólk talaði stundum um þetta þegar maður heyrði til og stundum fór fólk að hlæja þegar maður var að tala við það. Mörgum sem þekkja ekki þessi vandamál bregður þegar þeir tala við fólk sem stamar." Arnar og Ívar hafa sent frá sér margar skemmtilegar Hámarks-auglýsingar og ætla ekkert að hægja á sér í þeim efnum. „Við höfum gert nokkrar í viðbót í allt öðrum stíl. Við reiknum með að setja þær í gang í haust," segir Arnar hress. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira