Eins og að halda tónleika heima í stofu 13. desember 2011 16:19 „Þetta verða fyrstu alvöru tónleikarnir þar sem við spilum saman svo við hlökkum mikið til," segir Jón Jónsson, tónlistarmaður, sem heldur tónleika ásamt bróður sínum Friðriki Dór á föstudaginn kemur. Tónleikarnir fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en þeir bræður eru gallharðir Gaflarar. Það seldist fljótt upp á tónleikana, sem byrja klukkan 19:30, og því hafa þeir bræður nú ákveðið að halda auka tónleika síðar um kvöldið, eða klukkan 22. „Við erum auðvitað gríðarlega þakklátir fyrir þessar góðu móttökur og vonum bara að það verði ekki hálftómt á seinni tónleikunum," segir Jón, léttur í bragði. Jón segir að tónleikarnir verði mjög forvitnilegir en vill þó ekki meina að þetta séu sérstakir jólatónleikar. „Dagskráin verður aðallega skipuð lögum eftir okkur sjálfa, en ætli við læðum ekki inn nokkrum jólalögum - það verður að gera það á þessum árstíma." Á sviðinu verður hljómsveit en stemmingin verður á heimilislegum nótum. „Bæjarbíó er frábær salur sem býður upp á mikla nánd, svo þetta verður kannski svolítið eins og að halda tónleika heima í stofu," segir Jón. „Við erum þarna að spila í okkar heimabyggð og vonumst eftir að sem flestir Hafnfirðingar mæti á svæðið, þó svo að utanbæjarfólk sé velkomið líka, að sjálfsögðu," segir hann að lokum.Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá innslag með bræðrunum í Íslandi í dag í fyrra þar sem þeir taka jólalagið "Hátíð í bæ". Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta verða fyrstu alvöru tónleikarnir þar sem við spilum saman svo við hlökkum mikið til," segir Jón Jónsson, tónlistarmaður, sem heldur tónleika ásamt bróður sínum Friðriki Dór á föstudaginn kemur. Tónleikarnir fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði, en þeir bræður eru gallharðir Gaflarar. Það seldist fljótt upp á tónleikana, sem byrja klukkan 19:30, og því hafa þeir bræður nú ákveðið að halda auka tónleika síðar um kvöldið, eða klukkan 22. „Við erum auðvitað gríðarlega þakklátir fyrir þessar góðu móttökur og vonum bara að það verði ekki hálftómt á seinni tónleikunum," segir Jón, léttur í bragði. Jón segir að tónleikarnir verði mjög forvitnilegir en vill þó ekki meina að þetta séu sérstakir jólatónleikar. „Dagskráin verður aðallega skipuð lögum eftir okkur sjálfa, en ætli við læðum ekki inn nokkrum jólalögum - það verður að gera það á þessum árstíma." Á sviðinu verður hljómsveit en stemmingin verður á heimilislegum nótum. „Bæjarbíó er frábær salur sem býður upp á mikla nánd, svo þetta verður kannski svolítið eins og að halda tónleika heima í stofu," segir Jón. „Við erum þarna að spila í okkar heimabyggð og vonumst eftir að sem flestir Hafnfirðingar mæti á svæðið, þó svo að utanbæjarfólk sé velkomið líka, að sjálfsögðu," segir hann að lokum.Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is.Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá innslag með bræðrunum í Íslandi í dag í fyrra þar sem þeir taka jólalagið "Hátíð í bæ".
Tónlist Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira