Unaðssætar uppskriftir frá Ingu Elsu 13. desember 2011 08:00 Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson. mynd/gísli egill hrafnsson „Aðventan snýst um að skapa notalega stemningu heima við, kveikja á kertum, hlusta á fallega tónlist, spila á spil, föndra og annað sem við gerum ekki á öðrum tímum ársins," segir Inga Elsa, sem er grafískur hönnuður og höfundur matreiðslubókarinnar Góður matur – gott líf sem hún vann með manni sínum Gísla Agli Hrafnssyni ljósmyndara. „Við förum snemma í jólaskap því við vinnum oft að markaðstengdu jólaefni og tökum fram jólaskraut í október. Síðan pökkum við því aftur niður, höldum í gamaldags hefðir og skreytum ekki jólatréð fyrr en á Þorláksmessu, eftir að hafa höggvið það sjálf í skógarferð," segir Inga Elsa, sem naut fúsra handa dætra sinna Telmu Lífar og Júlíu Sólveigar við súkkulaðigerðina. „Stelpunum finnst allt sem tengist jólabakstri skemmtilegt og víst er hann hluti af jólaundirbúningi barnanna líka, með listilegri sköpun og fögru handverki þeirra."Hunangskryddbrauð.mynd/gísli egill hrafnsson Franskt súkkulaðihjúpað hunangskryddbrauð Brauðið má baka sem hleif í jólakökuformi. Gott er að léttrista niðurskornar sneiðar og smyrja með smjöri. 500 g hveiti 60 g rúgmjöl ½ tsk. salt 2 ½ tsk. matarsódi 1 ½ tsk. kanill 1 ½ tsk. engifer ¼ tsk. múskat ¼ tsk. negull ¼ tsk. svartur pipar ½ tsk. anísfræ, heil 50 g smjör, mjúkt 1 stórt egg 350 g hunang 1 msk. appelsínubörkur, fínrifinn 250 ml vatn 200 g Síríus Konsum súkkulaði 70% Forhitið ofn í 160-180 °C. Bleytið ofnskúffu lítillega að innan og leggið smjörpappír innan í þannig að pappír nái upp á brúnir. Smyrjið smjörpappír með smjöri og sáldrið örlitlu hveiti yfir. Sigtið saman í skál, hveiti, rúgmjöli, salti, matarsóda og kryddum. Sáldrið anísfræjum yfir. Þeytið saman mjúku smjöri, eggi, hunangi og appelsínuberki. Bætið vatni saman við og þeytið áfram. Bætið þurrefnum saman við smátt og smátt þar til að deig hefur samlagast. Hellið í ofnskúffu og bakið í 20 mínútur. Ef baka á heilan hleif er bökunartími 60 mínútur. Kælið brauðið niður áður en það er skorið út og dýft í bráðið súkkulaði. Skerið brauð út með piparkökumótum, dýfið í bráðið súkkulaði og leggið á smjörpappír. Skreytið með sykurskrauti. Látið storkna alveg áður en kökur eru losaðar af pappírnum.Súkkulaðimús.mynd/gísli egill hrafnssonLagskipt súkkulaðimús með jarðarberjum og mangó(handa 8 til 10) 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði 50 g smjör, mjúkt 3 egg, aðskilin 100 ml rjómi 25 g flórsykur 1 mangó, vel þroskað 200 g jarðarber ristaðar heslihnetur til skreytingar Bræðið súkkulaði með smjöri í vatnsbaði. Aðskiljið egg og stífþeytið eggjahvítur. Blandið eggjarauðum, rjóma og flórsykri saman í annarri skál. Hrærið eggjarauðublöndu saman við brætt súkkulaði. Blandið stífþeyttum eggjahvítum varlega saman við súkkulaði með sleikju. Látið músina kólna aðeins. Afhýðið mangó og maukið, sem og jarðarber. Takið há og mjó glös og setjið 3 teskeiðar jarðarberjamauks á botn hvers glass. Setjið súkkulaðimús í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu í hvert glas. Setjið 3 teskeiðar mangómauks ofan á súkkulaðimúsina og síðan öðru lagi af súkkulaðimús ofan á. Skreytið glös með hnetum. Kælið í minnst 2 klukkustundir.Súkkulaðimedalíur.mynd/gísli egill hrafnssonSúkkulaðimedalíur(um 36 stykki) 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði Til að setja ofan á rósapipar, chili, ristaðar hnetur (heslihnetur, möndluflögur, pekanhnetur eða valhnetur), þurrkaðir ávextir í bitum (apríkósur, rúsínur, sveskjur, kirsuber, trönuber, epli eða appelsínubörkur) skrautsykur Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og látið kólna örlítið. Teiknið 36 hringi á bökunarpappírsarkir, sirka 3 cm í þvermál. Snúið pappír við þannig að teiknaða hliðin snúi niður. Setjið brætt súkkulaði á hringina með matskeið og dreifið úr svo þeki hringinn. Skreytið súkkulaðið strax, áður en fer að storkna.Romm- og rúsínukonfekt.mynd/gísli egill hrafnssonRomm- og rúsínukonfekt(um 45 konfektmolar) 80 g rúsínur (um 90 rúsínur) 80 ml dökkt romm (einnig má nota sterkt Earl Grey-te) 500 g af góðri súkkulaðiköku 200 g Lübecker marsípan frá Lübeca 400 g Síríus Konsum 56% súkkulaði 50 g hýðislausar möndlur, án hýðis, skornar í litlar flísar Leggið rúsínur í bleyti í rommi í klukkustund. Hellið rommi af rúsínum og setjið ásamt súkkulaðiköku og marsípani í matvinnsluvél. Maukið saman. Takið um teskeið af deigi og hnoðið í litlar kúlur. Hnoðið tvær rúsínur saman við hverja kúlu. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Veltið kúlum upp úr súkkulaði með gaffli og leggið á smjörpappírsklæddar bökunarplötur. Leggið eina möndluflís á hverja kúlu. Látið kólna áður en kúlur eru losaðar af pappír og settar í fallega öskju. Kúlurnar hafa viku geymsluþol í kæli. Einnig má frysta þær. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Hér er komin Grýla Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Rafræn jólakort Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Borða með góðri samvisku Jól
„Aðventan snýst um að skapa notalega stemningu heima við, kveikja á kertum, hlusta á fallega tónlist, spila á spil, föndra og annað sem við gerum ekki á öðrum tímum ársins," segir Inga Elsa, sem er grafískur hönnuður og höfundur matreiðslubókarinnar Góður matur – gott líf sem hún vann með manni sínum Gísla Agli Hrafnssyni ljósmyndara. „Við förum snemma í jólaskap því við vinnum oft að markaðstengdu jólaefni og tökum fram jólaskraut í október. Síðan pökkum við því aftur niður, höldum í gamaldags hefðir og skreytum ekki jólatréð fyrr en á Þorláksmessu, eftir að hafa höggvið það sjálf í skógarferð," segir Inga Elsa, sem naut fúsra handa dætra sinna Telmu Lífar og Júlíu Sólveigar við súkkulaðigerðina. „Stelpunum finnst allt sem tengist jólabakstri skemmtilegt og víst er hann hluti af jólaundirbúningi barnanna líka, með listilegri sköpun og fögru handverki þeirra."Hunangskryddbrauð.mynd/gísli egill hrafnsson Franskt súkkulaðihjúpað hunangskryddbrauð Brauðið má baka sem hleif í jólakökuformi. Gott er að léttrista niðurskornar sneiðar og smyrja með smjöri. 500 g hveiti 60 g rúgmjöl ½ tsk. salt 2 ½ tsk. matarsódi 1 ½ tsk. kanill 1 ½ tsk. engifer ¼ tsk. múskat ¼ tsk. negull ¼ tsk. svartur pipar ½ tsk. anísfræ, heil 50 g smjör, mjúkt 1 stórt egg 350 g hunang 1 msk. appelsínubörkur, fínrifinn 250 ml vatn 200 g Síríus Konsum súkkulaði 70% Forhitið ofn í 160-180 °C. Bleytið ofnskúffu lítillega að innan og leggið smjörpappír innan í þannig að pappír nái upp á brúnir. Smyrjið smjörpappír með smjöri og sáldrið örlitlu hveiti yfir. Sigtið saman í skál, hveiti, rúgmjöli, salti, matarsóda og kryddum. Sáldrið anísfræjum yfir. Þeytið saman mjúku smjöri, eggi, hunangi og appelsínuberki. Bætið vatni saman við og þeytið áfram. Bætið þurrefnum saman við smátt og smátt þar til að deig hefur samlagast. Hellið í ofnskúffu og bakið í 20 mínútur. Ef baka á heilan hleif er bökunartími 60 mínútur. Kælið brauðið niður áður en það er skorið út og dýft í bráðið súkkulaði. Skerið brauð út með piparkökumótum, dýfið í bráðið súkkulaði og leggið á smjörpappír. Skreytið með sykurskrauti. Látið storkna alveg áður en kökur eru losaðar af pappírnum.Súkkulaðimús.mynd/gísli egill hrafnssonLagskipt súkkulaðimús með jarðarberjum og mangó(handa 8 til 10) 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði 50 g smjör, mjúkt 3 egg, aðskilin 100 ml rjómi 25 g flórsykur 1 mangó, vel þroskað 200 g jarðarber ristaðar heslihnetur til skreytingar Bræðið súkkulaði með smjöri í vatnsbaði. Aðskiljið egg og stífþeytið eggjahvítur. Blandið eggjarauðum, rjóma og flórsykri saman í annarri skál. Hrærið eggjarauðublöndu saman við brætt súkkulaði. Blandið stífþeyttum eggjahvítum varlega saman við súkkulaði með sleikju. Látið músina kólna aðeins. Afhýðið mangó og maukið, sem og jarðarber. Takið há og mjó glös og setjið 3 teskeiðar jarðarberjamauks á botn hvers glass. Setjið súkkulaðimús í sprautupoka með löngum stút og sprautið svolitlu í hvert glas. Setjið 3 teskeiðar mangómauks ofan á súkkulaðimúsina og síðan öðru lagi af súkkulaðimús ofan á. Skreytið glös með hnetum. Kælið í minnst 2 klukkustundir.Súkkulaðimedalíur.mynd/gísli egill hrafnssonSúkkulaðimedalíur(um 36 stykki) 200 g Síríus Konsum 70% súkkulaði Til að setja ofan á rósapipar, chili, ristaðar hnetur (heslihnetur, möndluflögur, pekanhnetur eða valhnetur), þurrkaðir ávextir í bitum (apríkósur, rúsínur, sveskjur, kirsuber, trönuber, epli eða appelsínubörkur) skrautsykur Bræðið súkkulaði í vatnsbaði og látið kólna örlítið. Teiknið 36 hringi á bökunarpappírsarkir, sirka 3 cm í þvermál. Snúið pappír við þannig að teiknaða hliðin snúi niður. Setjið brætt súkkulaði á hringina með matskeið og dreifið úr svo þeki hringinn. Skreytið súkkulaðið strax, áður en fer að storkna.Romm- og rúsínukonfekt.mynd/gísli egill hrafnssonRomm- og rúsínukonfekt(um 45 konfektmolar) 80 g rúsínur (um 90 rúsínur) 80 ml dökkt romm (einnig má nota sterkt Earl Grey-te) 500 g af góðri súkkulaðiköku 200 g Lübecker marsípan frá Lübeca 400 g Síríus Konsum 56% súkkulaði 50 g hýðislausar möndlur, án hýðis, skornar í litlar flísar Leggið rúsínur í bleyti í rommi í klukkustund. Hellið rommi af rúsínum og setjið ásamt súkkulaðiköku og marsípani í matvinnsluvél. Maukið saman. Takið um teskeið af deigi og hnoðið í litlar kúlur. Hnoðið tvær rúsínur saman við hverja kúlu. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Veltið kúlum upp úr súkkulaði með gaffli og leggið á smjörpappírsklæddar bökunarplötur. Leggið eina möndluflís á hverja kúlu. Látið kólna áður en kúlur eru losaðar af pappír og settar í fallega öskju. Kúlurnar hafa viku geymsluþol í kæli. Einnig má frysta þær.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jóla-aspassúpa Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin Jólavættirnir Surtla og Sighvatur á vegg Safnahússins Jól Hér er komin Grýla Jól Flottar borðskreytingar fyrir aðventuboðin Jólin Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Rafræn jólakort Jólin Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 7. desember Jól Borða með góðri samvisku Jól