Ofbeldisvarnaráði verði komið á fót 13. desember 2011 03:45 mikil ógn Ofbeldi er mikil ógn við heilsu og réttindi barna hér á landi. 430 tilkynningar komu til barnaverndarnefnda um kynferðislegt ofbeldi á börnum í fyrra. nordicphotos/getty Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun. UNICEF gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi í vor þar sem fram kemur að enginn á vegum hins opinbera beri ábyrgð á forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá sé vandinn ekki markvisst kortlagður með reglubundnum rannsóknum og greiningu. „Opinberir aðilar verða að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður að vera hverjir bera ábyrgð á forvörnum og fjármagn verður að vera tryggt til þess starfs,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í fyrra komu 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til barnaverndarnefnda, eða meira en ein tilkynning á dag. „Ríkið hefur á undanförnum áratugum tekið málefni fyrir sem eru metin sem samfélagsleg ógn og barist gegn þeim með kjafti og klóm,“ segir Stefán. „Á hverju ári fara 120 milljónir í það sem kallað er áróður hjá Umferðarstofu. Enda eru auglýsingarnar mjög flottar og hafa áhrif. Í vímuvörnum hefur það sama verið gert.“ Þessar aðgerðir hafa skilað miklum árangri, að sögn Stefáns. Enginn beri þó ábyrgð á því að koma í veg fyrir eða minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nánast engum opinberum peningum sé eytt í það, þrátt fyrir að kynferðislegt ofbeldi sé einhver sú mesta ógn sem steðji að börnum á Íslandi. Heilsugæslan hefur þróað forvarnaverkefni í þessum málaflokki sem sett var af stað í byrjun árs, og segir Stefán að þar hafi verið unnið mjög gott frumkvöðlastarf. Einnig vinni félagasamtök eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð í þessum málaflokki. Sérfræðingarnir séu því til staðar. Þá sé unnið í þessum málaflokki hjá Barnahúsi, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum, „það vantar bara viljann og kraftinn frá hinu opinbera.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi eru í engu samræmi við það hversu mikil ógn ofbeldið er við heilsu og réttindi barna á Íslandi. Þetta segir Stefán Ingi Stefánsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Stofnunin hefur gert ráðamönnum grein fyrir hugmyndum sínum um að stofnað verði ofbeldisvarnaráð hér á landi sem myndi sinna forvörnum gegn ofbeldi með áherslu á kynferðislegt ofbeldi, eða að forvörnum verði fundinn staður hjá viðeigandi stofnun. UNICEF gaf út skýrslu um stöðu barna á Íslandi í vor þar sem fram kemur að enginn á vegum hins opinbera beri ábyrgð á forvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. Þá sé vandinn ekki markvisst kortlagður með reglubundnum rannsóknum og greiningu. „Opinberir aðilar verða að vinna markvisst gegn kynferðislegu ofbeldi. Skýrt verður að vera hverjir bera ábyrgð á forvörnum og fjármagn verður að vera tryggt til þess starfs,“ segir meðal annars í skýrslunni. Í fyrra komu 430 tilkynningar um kynferðislegt ofbeldi til barnaverndarnefnda, eða meira en ein tilkynning á dag. „Ríkið hefur á undanförnum áratugum tekið málefni fyrir sem eru metin sem samfélagsleg ógn og barist gegn þeim með kjafti og klóm,“ segir Stefán. „Á hverju ári fara 120 milljónir í það sem kallað er áróður hjá Umferðarstofu. Enda eru auglýsingarnar mjög flottar og hafa áhrif. Í vímuvörnum hefur það sama verið gert.“ Þessar aðgerðir hafa skilað miklum árangri, að sögn Stefáns. Enginn beri þó ábyrgð á því að koma í veg fyrir eða minnka kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og nánast engum opinberum peningum sé eytt í það, þrátt fyrir að kynferðislegt ofbeldi sé einhver sú mesta ógn sem steðji að börnum á Íslandi. Heilsugæslan hefur þróað forvarnaverkefni í þessum málaflokki sem sett var af stað í byrjun árs, og segir Stefán að þar hafi verið unnið mjög gott frumkvöðlastarf. Einnig vinni félagasamtök eins og Stígamót, Blátt áfram og Drekaslóð í þessum málaflokki. Sérfræðingarnir séu því til staðar. Þá sé unnið í þessum málaflokki hjá Barnahúsi, Barnaverndarstofu og barnaverndarnefndum, „það vantar bara viljann og kraftinn frá hinu opinbera.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira